Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 27
HS, jafnvel ekki við þig. Sleppum því tali, ef Þú vilt vera svo vænn. En ég vil ekki, að annna viti þetta fyrr en á morgun." ,,Ég skal elcki nefna neitt við liana,“ full- yrti Andrew. „En í sannleika sagt, Nin, þá hlýtur eittlivað að vera brogað við þig, því að ...“ „Eg sagðist ekki vilja ræða þetta,“ sagði Ninian. „Ef þér er sama!“ „Já, ef það er raunverulega vilji þinn, Pá ...“ Andrew bikaði og roðnaði. „En ... eg kom eiginlega til að segja þér dálítið annað.“ „Nú?“ Loksins var Ninian búinn að setja a sig bindið. Hann greip veskið, smeygði sér í það og tók að hneppa því. „Hvað var það?“ Þeir heyrðu, að dyrabjöllunni var hringt niðri, og hann vissi að Jill og Farquhar-fólk- var komið. Andrew stundi. „Þau eru kom- in. Ég- verð að fara. En ...“ Hann brosti allt í einu. „Það eru góðar fréttir, sem ég hef að færa,“ sagði hann, „og ég vona að þér finnist það líka.“ „Sjálfsagt — ef þú vilt.“ Ninian irar far- mn að verða óþolinmóður. „En hverjar eru þær ?“ Andrew svaraði lágt: „Cathie mun eign- ast barn. Hún sagði mér það í kvöld.“ Hann nam staðar við dyrnar, og þar sem Ninian svaraði engu, bætti hann við: „En hafðu ekki úátt um það. Cathie er ekki eins og ánægð með þetta og ég er — hiin grét þegar ég fór Pt frá henni. En hún mun venjast því og s®tta sig við það; og svo líka — ja, það er aldrei að vita. Ég verð að játa, að mig hefur aútaf langað til að verða faðir — ungbörn eru dásamleg, og ég held, að Cathie verði þá f.vrst vaxin kona, þegar hún hefur sjálf eign- azt barn. Það gæti jafnvel hugsazt ...“ Og hann brosti-: „Það gæti hugsast, að hún 8'leymdi þér. Ekki satt?“ >,Já,“ svaraði Ninian hugsi. Hann rétti ívam höndina: „Ég óska þér til liamginju, Andrew. Þetta gleður mig mjög mikið.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Andrew. Hann tók í framrétta hönd bróðurins. „Cathie hefur vitað þetta um vikutíma. ^krýtið, að hún skvldi ekki hafa orð á því f.vrr, finnst þér ekki? En það gerir svosem úvorki til né frá — nú verð ég að fara og t_aka á móti gestunum. Kemur þú ekki hvað úr hverju?“ H E IM IL I S B L A Ð I Ð „Eftir fimm mínútur,“ svaraði Ninian. Ilann greip jakkann sinn, þegar bróðir hans var búinn að láta aftur á eftir sér. 15. KAFLI Ninian fyllti sígarettuveskið sitt og var í þann veg að fara niður, þegar hann lieyrði gengið að dyrunum á háhæluðum skóm og bankað. „Nin — ert þú þarna?“ Það var rödd Cathrinar — varla hærri en hvísl. Hann opn- aði dyrnar, og hún brosti við honum. Hún virtist svo lítil og næstum hjálparvana í sam- kvæmiskjólnum sínum með skinnslá á herð- unum. Hár hennar var svo vel burstað og greitt, að það gljáði, og í augum hennar var Ijómi, sem hann hafði aldrei orðið var við fyrr. Samt voru hvarmarnir grunsamlega rauðleitir undir púðrinu, og rödd hennar var ekki fullkomlega skýr. „Sæl,“ sagði hann vandræðalegur — og hissa á því, að hún skyldi koma á hans fund, þegar hún átti að fara að taka á móti gestum. „Þú komst seint heim, Nin. Ég hélt þú myndir ekki verða reiðubúinn tímanlega.“ „En það hef ég orðið, eins og þú sérð.“ Ilann ætlaði að fara fram á ganginn til henn- ar, en hún ýtti við honum inn fyrir dyrnar og lagði hurðina hljóðlega að stöfum á eftir þeim. Undir hendinni hélt hún á ljósmynd í ramma, og þessa mynd setti hún á borðið hans, þar sem hún hafði eitt sinn staðið. Það var mynd af henni sjálfri, og lnin sneri sér brosandi að Ninian og mælti: „Ég var búin að taka hana burtu? Var það ekki heimsku- legt? Eins og liún kæmi að nokkurri sök? Tókstu eftir því, að hún var liorfin?“ „Já,“ svaraði Ninian furðu lostinn, „auð- vitað tók ég eftir því.“ „Saknaðirðu hennar?“ Hann svaraði ekki. „Cathie,“ spurði hann, „hvers vegna kemurðu með hana aftur?“ „Hvers vegna? Ó, Nin, spyrðu að því?“ Hún gekk í átt til hans með framréttar hend- ur. Hugsunarlaust greip hann um þær, en gaf ekki í skyn, að hann ætlaði að taka hana í fang sér. „Já, ég spyr — hvers vegna?“ „Nin ...“ Hún lyfti höfði með sundur skildar varir. Hann fann andardrátt hennar 115

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.