Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 7
eins og- eintrjáningsmennirnir væru alls ekki vissir um, að þeir vildu láta bjarga sér. Þeir spurðu fyrst, hvert við værum að fara. „Til Truk,“ Var svarað. Þegar þeir heyrðu það, héldu samræðurnar áfram nokkra stund enn. Loks tilkynnti stýrimaðurinn: „Þeir segjast vilja koma um borð, ef þeir megi taka eintrjáninginn með sér.“ „Það er ósköp hjartnæmt af þeim,“ sagði skipstjórinn. „Allt í lagi, dragið hann bara upp.“ Nú voru dráttarvindur settar í gang og uppskipunarbómu sveiflað út. Tveim vírum var hleypt niður og rennt undir eintrján- inginn, og kaðalenda var brugðið utan um flotholtið til þess að báturinn væri í jafn- vægi. Fjórir af bátsverjum gripu í skipsstig- ann og klifruðu upp, en sá elzti, sem hafði verið við stýrið, vildi heldur vera kyrr í báti sínum til hins síðasta. Svo fóru vind- Urnar, ískrandi og skröltandi, í gang aftur, og skömmu síðar var eintrjáningurinn látinn síga niður á þilfarið. Gamli stýrismaðurinn sat í skutnum, ró- legur og hreyfingarlaus. Iíann hafði ein- hvern glampandi hlut í snúru um hálsinn. Eg hélt fyrst, að það væri verndargripur, en það reyndist vera venjulegur dósahnífur. I keltu sinni hafði hann ryðgaðan áttavita- garm, sem hann vakti yfir með umhyggju. Jafnskjótt og eintrjáningurinn var kom- inn niður á þilfarið, skriðu hinir fjórir upp í til gamla mannsins. Við stóðum eins og þvörur og gláptum á þá. Báturinn þeirra var um það bil sex metra langur, eins og fyrst hafði verið gizkað á. Hann var ekki höggvinn út úr einum trjá- stofni, heldur búinn til úr plönkum brauð- aldintrés, sem revrðir voru saman með bönd- II m úr kókostrefjum og þéttaður með eins- honar sementi íir muldum kóral. Ekki einn vinasti nagli var notaður í hann. Sjálfur vintrjáningurinn var mjór og djíipur, eigin- Hga aðeins mjó rifa, þar sem maður gat set- iS á hækjum sér eða legið á hnjánum. Yfir- hyggingin á flotholtsörmunum var um það hil metri á breidd og jafnlöng og tæplega hálfur metri á hæð. Þar var í mesta lagi rúm til þess, að tveir litlir og grannir menn gætu leitað þar skjóls eða sofið undir þak- inu í einu. Segl eintrjáningsins var gegnvot drusla fir bláu, verksmiðjuofnu lérefti, og hafði því verið troðið undir framþóftuna. Engar vistir sáust neins staðar. Það var aðeins lítið eitt af viðarkolum og fáeinir bejrglaðir skaftpott- ar, sem voru oftar notaðir til þess að ausa með en til þess að matast úr. Jafnvel hér á þilfari Chicots var vatnið fet á dýpt í ein- trjáningnum, og áhöfnin var önnum kafin við að ausa. Uti á rúmsjó hlaut það, eins og stýrimaðurinn komst að orði, að hafa verið líkt og að sitja í baðkeri, þar sem ógerning- ur væri að loka krönunum. Þegar mennirnir fimm höfðu þurrausið leintrjáninginn, breiddu þeir seglið út til þerris, rannsökuðu samskeyti skrokksins og hertu á kókosterjaböndunum. Báturinn var það eina, sem þeir liöfðu áhuga á. Enginn þeirra virtist þarfnast læknishjálpar, þótt einkennilegt sé. Það var hins vegar greini- lega, að þeir þörfnuðust allir matar. En þá fyrst, er þeir höfðu sannfært sig um, að ein- trjáningurinn væri í lagi, gátum við talið þá á að fara niður í eldaklefann. Ymislegt af fatnaði var grafið upp handa þeim í stað- inn fvrir rennblaut lendaklæðin, og þegar þeir höfðu matazt, létu þeir jafnvel tilleið- ast að hvíla sig lítið eitt. A eftir fengum við að heyra sögu þeirra — og höfðum einn há- setanna sem túlk. Það var sá elzti þeirra, sem hafði orð fyr- ir þeim. Hann Waðst heita Sernous, og hinir væru meðlimir f jölskyldu lians, ættbálbs hans. Þeir kæmu frá kóraleyjunni Pulap og væru á leið til Truk. Frá Pulap — í þessari bátsskel? Skipstjór- inn fletti upp landabréfinu. „Já, Pulap er meira en 300 sjómílur héðan í austurátt,“ sagði hann. „Og Truk er aðrar 150 sjómíl- ur hinum megin við Pulap. Þið hafið þá villzt?“ „Nei, okkur lirakti af réttri leið vegna stormsins.* ‘ Þeir höfðu verið á sjónum í þrjátíu daga. Sernous opnaði kræklóttar hendurnar þrisvar sinnum og sýndi alla fingurna. „Þrjátíu daga,“ endurtók liann. Ferðin hafði átt að taka fjóra daga; hann hafði siglt hana mörg- um sinnum áður. En í þetta skipti hafði verið mikill stormur og stórsjór. Og auk þess hafði áttavitinn hans vísað skakkt. Það var gam- all áttaviti úr japönskum fiskibát, og vín- BEIMILISBLAÐIÐ 95

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.