Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 9
Bæn mín var heyrð - þráft fyrir alt Unga, óhamingjusama ekkjan bjóst við kraftaverki — og sá ekki, að hjálpin kom eftir hljóðlátari leiðum. Eftir PAMELA HENNELL Hversu oft heyrist örvilnuð og særð mann- eskja segja: „Eg reyndi að biðja, en fékk ekkert svar.“ Ég hef sjálf margoft sagt hið sama, eftir að sorgin hafði gjört líf mitt tóm- legt og tilgangslaust, og að lokum hætti ég að trúa á nokkra hjálp fyrir bæn. En dag nokkurn gerðist dálítið merkilegt, sem batt enda á biskju mína. f hjónabandi mínu öllu var lífið löng röð annsamra, sólríkra daga, þar sem alls ekki virtist vera rúm fyrir bænir eða kirkjugöng- ur. Þau tíu ár, sem maðurinn minn og ég fengum að vera saman, nægði okkur ást okk- ar, sem var fyllt gleði og hlátri. Einu von- brigðin voru þau, að við eignuðumst engin börn. En þegar maðurinn minn fékk skyndi- lega lungnakrabba, hrundi litli, öruggi heim- urinn okkar í rúst umhverfis mig. Ég reyndi í örvæntingu minni að snúa tímanum aftur á bak. Ég sárbændi Guð um að bjarga lífi Toms, en eftir öll þessi ár voru bænir mínar marklausar. Mánuðirnir liðu — langir, hræði- legir mánuðir — og Tom dó. Nú bað ég ekki lengur fyrir honum, heldur fyrir sjálfri mér: -JTjálpaðu mér! Hjálpaðu mér til þess að bera þessa einveru og örvæntingu!“ En það var jafnan eins og ég væri að kalla í stóru, auðu herbergi, sem aðeins endurkast- aði mínum eigin orðum eins og dautt berg- uiál. Loks gafst ég upp; ég neitaði að hlusta á vinsamleg ráð prestsins og gekk ein hina Ömurlegu leið mína, lengra og lengra inn í bina hættulegu sjálfshyggju sársaukans. A einmanategri göngu minni mætti ég öðr- Um, sem voru þjakaðir af sorg: manni, sem bafði misst einkason sinn, roskinni, barn- binsri ekkju, ungri stúlku, sem hafði misst báða foreldra sína í eldsvoða, og mörgum, mörgum öðrum. Þeir, sem voru nógu sterkir 1 trúnni, þroskuðust í sorginni, en aðrir reik- uðu ringlaðir um, rótlausir og uppgefnir á sjálfum sér eins og ég sjálf. Við gátum öll s&gt frá því, að við hefðum beðið Guð um að hjálpa okkur að bera söknuðinn, en ekk- ert hafði gerzt. „Hvers vegna svarar hami bænum annarra manna, en aldrei okkar bæn- um?“ spurðum við. Ég skildi fyrst á köldu desemberkvöldi 16 mánuðum eftir lát manns míns, hve blind og sljó ég hafði verið. Ég hafði farið til Lon- don til þess að flýja frá minningunum, sem gerðu mér lífið að helvíti á gamla heimilinu mínu. Fyrst framan af var ég allt of önn- um kafin við að leita að stöðu til þess að hugsa mikið um fortíðina. En þegar liðnar voru tvær vikur, rakst ég á einn af viðskipta- vinum manns míns, og það kallaði fram all- ar minningarnar að nýju. Tilhugsunin að eiga að fara heim í mannlausa íbúðina var mér svo óbærileg, að ég gekk um götumar klukkustundum saman. Myrkrið kom, og þok- an lagðist yfir milljónaborgina. í fjarlægð heyrði ég klukku slá átta, þegar ég beygði frá Old Brompton Road inn í Queensgate. Og þarna sá ég í þokunni lrirkju með dyrnar upp á gátt. Gamla bænin „Iljálpaðu mér, hjálpaðu mér!“ kom aftur upp í huga mér. Ég gekk inn fyrir, þreytt og kjarklaus. Það var lítil kirkja, köld og rök, aðeins upplýst af þrem blaktandi kertum. I dauf- um bjarma þeirra gat ég grillt í mörgu auðu bekkjaraðirnar. Ég stóð þarna enn á báðum áttum, þegar þögnin var allt í einu rofin af örvæntingargráti — hásum, sársaukafullum gráti karlmanns. Fyrstu viðbrögð mín voru ótti, og ég sneri mér við til þess að hlaupa leiðar minnar. En sársaukinn í hálfkæfðum ekkanum, sem bergmálaði í mannlausri kirkjunni, knúði mig til þess að nema staðar úti við dyrnar. Ég gekk ófús inn eftir ganginum á hljóðið, þangað til ég sá samanhnipraða mannveru inni á einum bekknum. Ég lagði kviðin hönd- ina á öxl mannsins og hvíslðai: „Er nokkuð, sem ég get hjálpað yður með?“ Hann leit upp til mín. Það var ungur maður, ljóshærð- H E IM IL I S B L A Ð I Ð 97

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.