Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 31
jafnvel liverfa henni, eða að minnsta kosti hjaðna til muna. Dansinuni lauk, og Ninian sleppti henni. Þau litu alvarlega hvort á annað, og þegar dansgólfið tæmdist umhverfis þau sagði tann: „Bg þakka þér fyrir, Jill.“ „Fyrir dansinn V ‘ spurði hún beisklega. „Fyrir allt. Fyrir það, að þú komst í kvöld. Fyrir það, að þú ert ... svo ...“ Hann fann ekki réttu orðin og leit kjálparvana á hana. „Svo ... hvað?“ sagði Jill hikandi. „Eg veit það ekki. Fyrir það að þú ert þú, býst ég við. Þú hefur verið fjarska þol- inmóð við mig, og ég hef ... hamingjan góða, ég hef hagað mér og hugsað kjánalega.“ Vonarneisti kviknaði: „Kjá... kjánalega, Nin?“ _ Hann kinkaði kolli. „Fram fir öllu hófi. Eg ætlast ekki til þess, að þú getir skilið Það eða fyrirgefið mér. Ég veit sveimér ekki hvort ég skil það til fulls sjálfur. Heyrðu lnig ...“ Hann strauk henni laust um arm- mn: „Við verðum að tala sarnan um þetta við tækifæri, finnst það það ekki?“ Jill kinkaði kolli, en litli vonameistinn dó. >,Það verðum við ... En ...“ „Það er enn í lagi, þú veizt það,“ sagði hann. „Þú talaðir um að fara, en það er þó ekki nauðsynlegt að eyðileggja fríið þitt og eyðileggja eitthvað fyrir Joss. Ég get farið burtu. Ég held líka, að mig langi til þess. Ég get sótt um eitthvert annða starf — ég ei' alveg búinn að ná mér.“ „Ætlarðu ekki að verða um kyrrt hér — °S stjórna Guise-óðali ?“ Hann yppti öxlum. „Andrew getur haldið lnú áfram. Við höfum gert upp allar sakir. Ég hef samþykkt, að öllum fáanlegum fjár- ^uunum skuli ráðstafa til heimilisins og húss- lns, en ekki í Bentley-bíla eða slíkt. Auk þess )nun hann innan skamms fá barn til að sjá f.Vrir. Hann talaði jafnvel um að vitvega sér 'Uvinnu ...“ Hann þagnaði, þegar hann sá f'ipinn á Jill. „Hvað er að, Jill? Þú ná- fölnar!“ . JiU stundi þungan. Svo spurði hún skjálf- I odduð: „Sagðirðu, að Andrew myndi innan s«ammt þurfa að sjá fyrir barni? Áttu við, a ^ann og Cathie ...“ svaraði hann rólega. „Þau verða þrjú. Þau sögðu mér það núna í II E IM IL I S B L A Ð I Ð kvöld. Mér finnst það ágætt, eða finnst þér það ekki — allra okkar vegna?“ „Er það þín afstaða?“ „Já, Jill, það er það.“ Ilann leit fast á hana. Dansgólfið var autt, nema hvað þau tv östóðu þarna á því miðju, án þess að gera sér grein fyrir því. „Það var þess vegna sem ég sagðist hafa hagað mér eins og kjáni,“ bætti Ninian við skömmustulegur. Hann kom sér ekki til að segja Jill frá því, hvernig Cathie hafði komið til hans og það sem á milli þeirra hafði farið áður en miðdegis- verðurinn átti sér stað. Hún myndi víst alla- vega ekki trúa endalokunum á þeim orða- skiptum, en það var heldur ekki mikið meira, sem hann ga tsagt. „Þetta gerist nokkuð seint — fyrir okkur. Finnst þér það ekki?“ Hix, hugsaði Jill þreytulega. Þetta gerðist heldur seint. Fyrr í dag, áður en hann vissi nokkuð um þetta, hafði hún beðið hann um að velja milli sín og Cathiear, og þegar hann hafði neitað því, þá hafði hún slitið trúlof- uninni. Kannski hafði það tilboð verið lagt fyrir á röngum tíma; kannski þýddi það, að hún treysti honum ekki lengur — en alla- vega hélt hann það, að líkindum. Og hún varð líka að viðurkenna með sjálfri sér, að hún hafði ekki treyst honum fullkomlega. En núna — þar sem hún stóð og starði á Ninian og sá öryggisleysið í svip hans . . . Hlaut þá allt að vera búið ? Hann elskaði hana ekki, en það hafði liann víst heldur aldrei gert. Var ástin einasti grundvöllur hjónabands? Ekki var það þannig í Frakk- landi, þar sem hjúskap var „ráðstafað“ — og heppnaðis tágætlega. En fyrir liana og Nin ... Jill hikaði andartak, og henni var ljóst, að í rauninni var þetta þýðingarmesta stundin fyrir þau bæði. Ef hún gat ekki unn- ið ást hans nú, myndi henni ekki takast það í hjónabandi með honum; en án ástar myndi hjónaband þeirra verða dauðadæmt. Hún sannfræðist þegar hún leit á hann. „Nin,“ sagði hún blíðlega, „ég skal fara burt. Ég skal fara til Parísar í fyrramálið. Joss veit heimilisfangið mitt. Ég held þér sé það ljóst líka, að það hentaði hvorugu okkar að ’beita blekkingum. En við gætum byrjað að nýju — ef þú kemst að raun um, að þig lang- ar til þess, eftir að ég er farin. Það er ekki of seint til þess þá.“ Svipur hans ljómaði, en á samri stundu 119

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.