Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 11
<* ROSE * EFTITi A. J. CRONIN. Frásaga um fórnfúsan kcerleika lítillar stúlku. Síðastliðið sumar var ég á írlandi, yndislegu ),eyjunni grænu,“ og enn einu sinni fór ég í pílagrímsferð, sem hefur ávallt haft mikil á- hrif á mig. Pyrir mörgum árum kom ég sem ungur kandidat til Rotunda-spítalans í Dublin. Sjúldingarnir, sem ég annaðist um, hjuggu 1 einu fátækustu hverfum borgarinnar, og tað var á vitjunarferðum mínum í þessum ömurlegu götum, sem ég kynntist Rose Done- gan. Eg hitti hana oft í Loughi’an Street, þegar hún var að sækja vatn í almennings vatns- póstinn. Hún var alltaf með barn á hand- leggnum, lítinn dreng, níu mánaða gamlan, vafinn í sjalsgarm og þrýsti honum upp að mögrum líkama sínum. Rose var aðeins 14 ara, og dimmb'lá augu hennar virtust vera svo einkennilega stór í litla, alvarlega andlit- ]nu hennar. Þrjú önnur börn, á aldrinum Bii'lli fimm og níu ára, héngu í pilsi hennar. l'au voru rauðhærð og mjög lík Rose, svo að ég sá, að þau hlutu að ver asystkini hennar. Andstæðan milli neyðarinnar og eymdar- ]mnar, sem var umhverfis hana, og glaðværð- arinnar, sem ljómað úr augum hennar, vakti ahuga minn á þessari merkilegu litlu mann- veru. Ég fór að heilsa henni á morgnana, og eftir nokkra daga laðaði kveðja mín fram svolítið, varfærnislegt bros á andliti hennar. híokkur tími -leið, áður en við fórum að tala saman. Það var ekki auðvelt að sigrast á ó- framfærni hemiar, en að lokum urðum við góðir vinir, og ég fékk að vita, að hún og litlu systkini hennar höfðu misst móður sína fyrir átta mánuðum, mánuði eftir fæðingu ^L'chaels litla. Þau bjuggu með föður sínum, Danny Don- egan, í kjallara einum í Loughran Street, en a haklóðunum við þá götu úði og grúði af hörnum. Paðirinn, sem var stöku sinnum í lausavinnu í skipakvíum, var veikgeðja og goðlyndur að eðlisfari. Hann var eins góður og dagurinn er langur, en hann eyddi mestu af tíma og peningum í litlu drykkjarkránum við höfnina. Rose varð því að annast um lieimilið, halda herbergjunum tveim lireinum og þokkalegum, leiðbeina þreklitlum föður sínum, gera það sem í hennar valdi stóð til þess að bjarga afganginum af því lítilræði, sem hann vann sér inn, búa til matinn og gæta barnanna. Rose elskaði öll systkini sín, en Micheal litli átti mesta rúmið í hjarta hennar. Þegar hún bar hann íit í útjaðar Phönix-garðsins á sólhlýju síðdegi, reikaði hún undir byrð- inni, en það fékk auðsjánalega ekkert á hana. Það var yfirleitt ekki neitt, sem gat svipt liana kjarki. Ég gat ekki annað en dáðst að óbugandi elju hennar, þegar ég sá hana ryðja sér braut gegnum mannfjöldann á óhreinni gangstéttinni, önnum kafna við eitthvert er- indið, hvort sem um var að ræða að semja við slátrarann um að fá ofurlítinn bita af svínslæri eða telja bakarann á að láta sig fá enn eitt brauð að láni. Hún var glögg- skyggn á það, sem gerðist umhverfis hana. Heimur hennar var enginn draumheimur — hún hafði hinn glögga, hispurslausa skilning öreigabarnsins á hinum dimmu leyndarmálum lífsins, og hún þekkti miskunnarleysi þess. En hennar eigið hugarfar var hreint og sak- laust. Stóru íhugulu augun í litla óhreina andlitinu báru vott um bitra reynslu, en einnig um óþrjótandi kærleiksuppsprettu. Ahugi minn á þessu barni óx smám saman og varð að djúpri meðaumkun. Ég fann, að ég varð að gera eitthvað fyrir hana. Og þar sem ég hafði komizt að því af tilviljun, hve- nær afmælisdagurinn hennar var, sá ég um, að hún fékk sendan böggul frá verzlun í O’- Connell Street. Það var gott að vita, að hún átti nú hlýjan kjól og almennilega skó og sokka, sem voru henni mátulegir. Ég hélt mig frá Loughran Street fyrstu tvo dagana, en ég hló með sjálfum mér, er HEIMILISBLAÐIÐ 99

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.