Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 12
ég gerði mér í liugarlund, hvernig hún mundi líta út á leið til guðsþjómastu á sunnu- deginum í nýja skartinu og í skóm, sem marr- aði í, þegar hún gengi inn eftir kirkjugólf- inu. Bn þegar ég mætti henni næsta mánu- dag, sá ég mér til undrunar, að hvin var enn í tötralega kjólnum sínum og var enn með litla drenginn í sjalargarminum. „Hvar eru nýju fötin þín?“ spurði ég ó- sjálfrátt. Hún eldroðnaði. „Það voruð þá þér,“ sagði hún. Og eftir langa þögn bætti hún við án þess að líta á mig: „Ég hef veðsett þau. Það var enginn matur til heima, og Miehael þurfti að fá mjólkina sína.“ Bg horfði á hana án þess að mæla orð. Ég skildi, að hún vildi alltaf fórna sjálfri sér, gefa elskaða litla bróður sínum allt, sem hún átti. Hún var svo grönn og veikbyggð á að líta, að ég fann bylgju meðaumkunar koma upp hjá mér. Næsta dag fór ég til föð- ur Walsh, prestsins í sókninni, sem Loughran tilheyrði. Það birti yfir andliti lians, þegar ég tal- aði um Rose, og þegar ég hafði gert grein fyrir uppástungu minni, sat hann um stund og hugsaði. Síðan kinkaði hann hægt kolli. „Það verður ekki auðvelt að telja hana á þetta,“ sagði hann og brosti skölcku brosi, um leið og hann fylgdi mér iit. „Hún er móð- ir af allri sálu sinni. Það er það, sem veitir henni þennan einkennilega styrlv.“ Þegar ég hafði skrifað nauðsynleg bréf mín viku seinna, gekk ég einbeittur til Loug- hran Street. Börnin sátu í kringum borðið, en Rose stóð með áhyggjusvip og var að skera afganginn af brauði niður í sneiðar. „Þú verður að fara burt, Rose,“ sagði ég. Hún starði skilningslaus á mig og ýtti frá liárflyksu, sem hafði fallið niður yfir hrukk- ótt enni hennar. „Út til nokkurra vina minna, sem heita Carroll. Þau búa í Glaway,“ hélt ég rólegur áfram. „Mánaðartíma. Á búgarði, þar sem þú átt ekki að gera annað en að fóðra kjúkl- inga og hlaupa um engin og drekka margar fötur af mjólk.“ Glaðlegum eftirvæntingarsvip brá snöggv- ast fyrir á andliti hennar, en hann hvarf jafnskjótt aftur. Hún hristi höfuðið. „Nei, ég verð að gæta barnanna... og pabba'1. „Það er búið að ráðstafa því öllu. Systurn- ar annast um þau. Þú verður að fara, Rose, annars verður þú veik.“ „Ég get það ekki,“ sagði hún. „Ég get ekki farið frá litla drengnum.“ „Taktu hann þá með, þrákálfurinn þinn!“ Augu hennar ljómuðu af gleði, og þau ljómuðu ennþá skærar daginn eftir, þegar ég og faðir AValsh fylgdum henni og Michael til járnbrautarlestarinnar. Þegar lestin tók að hreyfast, sat hún og vaggaði litla drengnum á grönnu, beinaberu hnjánum sínum og hvísl- aði í eyra honum: „Við eigum að fara upp í sveit, Micliael — til kúnna... “ Það voru eintómar góðar fréttir, sem við fengum frá Carroll-fjölskyldunni. Rose þyngndist og hjálpaði til á búgarðinum. Við- vaningslegu orsendingarnar á póstkortunum frá henni sjálfri, báru vott um gleði og ham- ingju, sem hún hafði aldrei kynnzt áður — og enduðu óhjákvæmilega á hrifningarfrá- sögnum af því, hve gott væri fyrir Michael að vera uppi í sveit. Tíminn flaug áfram, og þegar mánuðurinn var nær liðinn, sprakk allt í einu sprengja: Carrolls-hjónin vildu ættleiða Michael. Þau voru miðaldra og áttu engin börn og voru góðum efnum búin. Þeim var farið að þykja vænt um litla drenginn og gátu veitt honum miklu betri kjör en hann mundi nokkurn tíma fá heima. Hanny Donegan fannst þetta auðvitað vera tilboð, sem bæri ekki að hafna. En allt var undir því komið, hvað Rose segði, og hún var algjörlega látin ráða um að taka ákvörðun- ina. Ekkert okkar vissi, hvað hún hafði ákveð- ið eða hvað það hafði kostað hana að taka ákvörðun sína, fyrr en hún kom aftur einn góðan veðurdag — ein. Hún var glöð yfir að sjá hin systkini sín og föður sinn aftur, en alla leiðina frá járn- brautarstöðinni var hún þögul og fálát, eins og hugsanir hennar væru í órafjarlægð. Þa fyrst, er hún kom heim í Loughran Street, herti hún sig upp, og smám saman féll allt aftur í sama farveginn, og hún stjórnaði aft- ur litla heimilinu með móðurlegum myndar- skap. Hún var enn samvizkusamari en áður. Hún gerði allt, sem hún gat til þess að rétta föður sinn við, og það varð eftirminnilegur dagur, þegar hann lofaði henni að lokum, að 100 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.