Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 8
andinn rann úr honuni á mörg-um stöðum. Bf til vill gæti skipstjórinn lagfært það? Þeir liöfðu hrakizt í vesturátt dag eftir dag, hélt gamli maðurinn áfram. Stormurinn hafði verið svo mikill, að þeir gátu ekkert tekið til bragðs. Þeir urðu að skiptast á við 'að ausa allan sólarhringinn, en samt hafði Senta María verið hálffull af sjó mestan hluta tímans. Santa María — það var nafnið á eintrján- ingnum þeirra? Þeir væru þá kaþólskir? Já. Sernous horfði á dósahnífinn sinn, eins og hann væri róðukross, og gerði krossmark fyrir sér. Hvernig var það með mat? Jú, þeir höfðu liaft kókoshnetur, taró og brauðaldin með sér að heiman og viðarkolin orðin gegnvot af sjó, höfðu þeir veitt fisk og etið hann hráan. Þeir liöfðu verið heppnir sem fiskimenn. Þeir höfðu veitt um það bil þrjátíu fiska, nær því einn á dag. Þeir höfðu einnig verið heppnir með vatn, því að þeim hafði tekizt að safna nægilegu rigningarvatni til drykkj- ar. Næturnar höfðu verið verstar, þá höfðu þeir alltaf verið votir og kaldir. Var þeim ljóst, hvar þeir voru, þegar við fundum þá? Já-já. Þeir höfðu vonazt til þess að komast til kóraleyjarinnar Ifalik. „Hún er þarna út frá,“ sagði Sernous og benti í norðvestur. Bæði skipstjórinn og stýrimaðurinn kinkuðu kolli. Ifalik var í raun og veru „þarna út frá“. Samkvæmt kortinu var hún 35 sjó- mílur frá þeim stað, þar sem við höfðum komið auga á þá, og nær því 500 sjómílur frá Truk, hinu eiginlega takmarki þeirra. Við töluðum saman um það á eftir, hvern- ig okkur mundi liafa liðið líkamlega og and- lega eftir 30 daga úti á rúmsjó í svona báts- skel. Og hvernig ætli viðbrögð okkar hefðu verið, eftir að hafa verið teknir upp í skip? Gamli eintrjáningsskipstjórinn frá Pulap sagði sögu sína blátt áfram og hóglega. Fé- lagar hans sýndu ekki heldur nein merki um feðshræringu eða ofþreytu. Þá hafði hrakið af leið úti á rúmsjó. En það var dálítið, sem liafði komið fyrir þúsundir manna af þjóð þeirra á liðnum tímum. Noklcrir höfðu fund- izt aftur, aðrir ekki. Ýmsir liöfðu þar á of- an á okkar tímum lent á svo fjarlægum stöð- um sem Nýju Guineu og Filippseyjum. 30 dagar, 500 sjómílur — hvaða máli skipti það ? Engu. Svarið sást á úthvíldum líkömum þeirra og í rólegu, brúnu augunum. Ser^ious sagði aftur eitthvað, og túlkurinn útskýrði: „Ilann spyr, hvort þeir megi vinna áfram við eintrjáninginn sinn. Þeir vilja gjarna, að hann verði sterkur og þéttur á leiðinni til baka frá Truk til Pulap.“ „Já, auðvftað,“ sagði O’Neill skipstjóri. Svo datt honum dálítið í hug. „Spurðu hann annars, hvaða erindi þeir hafi eiginlega átt til Truk.“ Túlkurinn spurði og Sernous svaraði: „Þeir liöfðu farið til þess að kaupa sígarettur.“ „Sígarettur? Að sigla þessa löngu leið til þess eins að lcaupa nokkrar sígarettur?“ „Já. Ilann segir, að þá vanti ekki annað.“ Við gáfum hverjum þeirra eitt karton af sígarettum, og það sem eftir var ferðarinnar til Truk keðjureyktu gestir okkar, á meðan þeir voru að vinna við Santa María. Þeir töl- uðu ekkert um, hvaða tegund þeir mundu sjálfir hafa keypt. En þeir mölduðu ekki í móinn út af þeim, sem þeir fengu. Sennilega eru þ eir a?S atliuga veiðimöguleikana ? 96 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.