Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 19
Mágkona hans Eftir ALEX STUART Jill sá þau fara, og það var eins og hnífur væri rekinn henni í hjartastað. Þau hlógu að einhverju, áður en þau stigu inn í bílinn, og hvorugt þeirra sneri sér við til að veifa henni í kveðjuskyni. Ninian tók í höndina á Ctahie á meðan hún fór inn, lagði teppi yfir hnén á henni og steig svo sjálfur upp í. Það virtist hýrna yfir honum, rétt eins og það væri hon- Um gleðiefni að geta komizt undan ásamt Cathrine í fáeinar klukkustundir; en gleði Jill rénaði. Hún hugleiddi, hvaða tilgangi allt þetta gæti þjónað. Líklega var það Cath- Hne, sem framvegis yrði honum eitt og allt. Sjálf gat Jill trúlofazt honum, gifzt honum, — en Cathrine myndi alltaf eiga hjarta hans. Húsið virtist alveg óvenju þögult. Joeelyn áafði farið með alla fjölskylduna og tekið mat með sér, þannig að þjónustufólkið átti einnig frí og gat farið með. Ekki ætlðai Jill sér að fara að ráðum Nin- ians, því að enda þótt hún svæfi illa um nótt- ina, var það öruggt, að hún gæti ekki sofn- að núna, þótt hún legðist fyrir. Nú virtist sem vinnan væri hennar eina úrlausn og svar, eins og svo oft endranær. Hún þurfti ekki að sóa þeim tíma, sem liún liafði nú svo óvænt fengið upp í hendurnar; hixn gat fullgert ^ayndina af Niall. Hún tók fram liti og pensla, fór í slopp og tók til við að mála. Eegnið hélt áfram að hellast úr loftinu og bylja á rúðunum, en innan stundar var hún svo niðursokltin í iðju sína, að hún hætti að veita því minnstu athygli. Myndin var vel áeppnuð, og fullvissan um það veitti henni ^aikla ánægju. Jocelyn var ekki búin að sjá áana, því að þau Niall ætluðu að færa henni áana í afmælisgjöf; Joeelyn hafði ekki einu sinni gægzt undir lakið, sem þau höfðu breitt yfir hana á meðan ekki var unnið að henni. En hún hugsaði til þess með hreykni, hversu nauðlík Niall myndin var. Hún gekk öokkur skref aftur á bak og virti hana fyrir ser gagnrýnin; þá lieyrði hiin allt í einu fótatak í forstofunni, og karlmannsrödd hróp- aði nafnið hennar. Hjarta hennar tók við- hragð. Ninian! Það hlaut að vera Ninian, kominn aftur til að sækja hana. IIún smeygði sér úr sloppnum og opnaði dyrnar. „Hér er ég, Nin. Og ég ...“ Þegar hún kom úr hjartri vinnustofunni virtist skíman á ganginum kol- niðamyrkur, og hún sá ekki greinilega hver þarna var. Svo gerðist það fyrirvaralaust, að hún var komin í fang mannsins; varir hans leituðu vara liennar af nautnþyrstri þrá, sem hún fann bergmála innra með sjálfri sér. „Nin,“ sagði hún. „Ó, Nin ...“ — en þá uppgötvaði hún á samri stundu, að þetta var alls ekki Nin, heldur Andrew. Hún sleit sig lausa og leit á hann, særð og hrygg. „Því gerirðu þetta, Andrew ? Því í ósköp- unum ? Þetta er ekki heiðarlegt!“ „Ekki það ?“ Andrew leit á hana vand- ræðalegur, en brosti þó. „Nei. Þú vissir, að það var dimmt hér, og ég gat ekki vitað að það varst þú.“ „Góða Jill, vissulega var mér það Ijóst. Eg hrósa mér heldur ekki af því, að ég hefði fengið svona hlýlegar móttökur að öðrum kosti. Eg veit vel, hvað þér finnst um mig. En ...“ Brosið hvarf af andliti hans. „En þetta sagði mér dálítið, sem ég vissi ekki. Hversu lengi hefurðu verið hrifin af mín- um ágæta bróður?“ Jill roðnaði. „Ég skil ekki, við hvað þú átt.“ „Ertu nú viss um það ?“ Það var engin ertni í rödd hans lengur, og hann leit alvar- legur á hana. Jill stóðst það ekki að horfast í augu við hann. Hún hristi höfuðið og fann, að hún var að gráti komin. Framkoma And- rews hafði jafnan gert hana undrandi, en nú olli hiin beinlínis vanlíðan. „Yissulega,“ svaraði hún hneyksluð og gekk inn í vinnustofuna. Hún uppgötvaði of seint, að hún hafði ekki breitt yfir málverkið HEIMILISBLAÐIÐ 107

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.