Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 22
margra ára skeið. Ég- var ekki tvö nndanfarin ár í kuldabeltinu, en ég var heillaður af Cathie og stóðst ekki mátið. En nú bíða þau Cathie og Nin ...“ Hann henti á Bentley- inn. „En ef ég væri í þínuni sporum, myndi ég taka með regnkápu. Það getur farið að rigna aftur. Það er löng leið frá bílastæðinu að tjaldi prófastsins, og ég er ekki með regn- hlíf.“ Andrew setti bílinn í gang og sagði um leið: „Það er líka annað, sem ég myndi gera, ef ég væri þú. Ég myndi fá Nin fyrir mig — burt frá öllu þessu. Það myndi borga sig. Veiðiför að Lorne-vatni eða smátúr í Bent- ley-inum. Cathie er aðeins draumur fyrir Nin, en það þarft þú ekki endilega að vera.“ „Ne-i. Nei, ég býst elcki við því,“ svaraði Jill, en svar hennar var ekki talað af sann- færingu. Þegar þau komu að bílastæðinu, var aftur skollin á íirhellisrigning. — Dapurlegir tón- ar sekkjapípanna kváðu við frá flaggprýddu skemmtisvæðinu. 14. KAPLI Regninu linnti ekki allan eftirmiðdaginn. Jill slcalf af kulda. Hún rabbaði við frú Provost, horfði á þjóðdansana og íþrótta- fólkið; Ninian sat við hliðina á henni, hugsi á svip og miður kátur. Jill fannst eins og þau hefðu nú hitzt í fyrsta skipti, og vinar- neistinn, sem Andrew hafði tekizt að tendra, slokknaði. Cathie, sem farið hafði í bílnum ásamt Andrew til að skoða sýningu á landbúnað- arafurðum, kom aftur til baka hálftíma síðar ein síns liðs. Hún sagði, að Andrew þyrfti að vera dómari í skotfimi; sat svo kyrr í tjaldinu, hljóðlát eins og skuggi, en Jill fann sífellt fyrir nærveru hennar. Klukkan hálflfimm kom lafði Guise í stutta kurteisisheimsókn, innvafin í loðfeld og með Elspeth við hlið sér, sem hélt yfir henni regnhlíf. — Þegar hún fór, var dag- skránni lokið, nokkurri stundu fyrr en ráð- gert hafði verið, og Jill iíthlutaði verðlaun- unum. Provost hélt fyndna ræðu, og síðan kvaddist fólk með loforði um að hittast aft- ur á dansleiknum. Þegar nú loksins þessi hátíðahöld voru af- staðin, svipaðist Jill um eftir bíl Jocelynar, til þess að geta orðið frænku sinni samferða og leyft Ninian að fara heim á Guise-óðal ásamt Cathie og Andrew. En henni til mik- illar furðu AÚldi Ninian þetta alls ekki. Hann greip undir handlegg hennar og leiddi hana framhjá bifreið Joeelynar og að öðrum straumlínulöguðum, sem hafði verið lagt öllu lengra burtu. „I rauninni er þetta brúðkaups- gjöf frá ömmu,“ sagði hann. „Ég vil bara segja þér það fyrirfram, því ég bjóst við, að þú myndir kunna við hann.“ „Ó! Hann er dásamlegur, Nin. Mér líkar hann svo sannarlega. Þetta er ævintýralega falleg gjöf.“ „Já.“ Hann hjálpaði henni upp í og sett- ist sjálfur undir stýri. „Ég hafði hugsað mér, að við ækjum svolítið, en veðrið er svo dap- urlegt, og svo höfum við heldur ekki mikinn tíma. Miðdegisverðurinn er klukkan átta.“ Jill kinkaði kolli. Skyndilega fannst henni sem hún fengi kökk í hálsinn og ætti bágt með að koma upp orði. „Nin, gætum við ann- ars ekki ekið eitthvað svolítið V Ég veit það er mikil bleyta, en ...“ „Elskan mín, ef þú vilt, þá gerum við það. Mér er sama um þetta veður, en ég hélt bara, að þú vildir helzt vera innanhúss.“ ,,Nei.“ Jill leitaði eftir sígarettuhulstrinu. „Vilt þúf ‘ „Já, þakka þér fyrir. Þú værir væn, ef þú Irv'eiktir í lienni fyrir mig.“ Jill kveikti í sígarettu og rétti honum hana. Þetta var ekki nema smáviðvik, en það kom henni samt til að finnast hún nær honum en áður. — Hendur þeirra snertust aðeins, og Ninian brosti við henni. „Þakka þér, Jill. —- Góður bíll þetta, sem við eigum, finnst þér ékki?“ Þau ólra út fyrir Lorne og juku hrað- ann svo að vegbleytan skvettist langar leiðir. „Ég þarf reyndar að láta athuga hann vel á verlcstæði, en annars kann ég strax vel við hann; hvað finnst þér?“ „Ó, já svo sannarlega,“ svaraði Jill og var innilega glöð í lijarta sínu, því að nú fannst henni hún kannast við hin gamla Nin, elsku- legan og heillandi í framkomu. Hann greip laust um hönd hennar. „Þér er vonandi ekki kalt, hm?“ „Nei.“ „En það er köld á þér höndin.“ Hann strauk um hana af gætni. 110 H E IM IL I S B L A Ð IP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.