Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 32
byrjaði músíkin aftur og kæfði svar hans; samt heyrði Jill undrunina í rödd hans, er hann sagði: „Já — já, Jill. Þú hefur rétt fyrir þér. Hvorugt okkar kunni að blekkja. En ...“ Hann tók aftur yfir um liana: „Við skulum dansa meira. Án þess að láta á neinu bera ,og bara vegna þess að okkur langar til þess — af því að þú ert Jill og ég er Ninian, og þetta er fallegt lag. Ekki vegna þess ... vegna þess að við erum trúlofuð og fólk bú- ist við því af okkur.“ Hún dansaði áfram við hann, og nú var það af fullkominni löngun hennar. Cathie og Andrew dönsuðu sömuleiðis og brostu hvort við öðru. Eftir að Jill hitti Andrew í London liafði hún haldið að hann væri eigingjarn og kaldhæðinn, bitur og vondaufur ungur mað- ur, heillandi og aðlaðandi á vissan hátt, og æstur í skemmtanir. Nú sá hún hann eins og hann var, og hún dáðist að honum og bar virðingu fyrir honum. Það var margt gott við Andrew, en Cathrine hafði bara ekki uppgötvað það ennþá. Barnið þurfti ekki nauðsynlega að breyta neinu um það, en það yrði þó möguleiki til þess að tengja þau sam- an og gefa hjónabandi þeirra eitthvert gildi. Það var engu líkara en Ninian hefði lesið hugsanir hennar, því hann sagði: „Er það ekki undarlegt, hvað við verðum að hafa mikið fyrir því að hreppa hamingj- una ? Þau þarna munu hljóta sína hamingju aðeins þegar þau fá tímann til þess.“ „Já,“ svaraði Jill og forðaðist að líta í augu hans. „Það vona ég, að þau geri.“ „Og þú og ég, Jill — heldurðu, að við get- um það ?“ Hún leit nú einbeitt í augu honum: „Ef við fáum tímann til þess, Nin. En við verð- um að gefa okkur nægan tíma. Við bvrjuð- um á vitlausum enda, skilurðu.“ „Já, ég veit.“ Hann þrýsti henni fastar að sér. „Á ég að koma til Parísar, þegar við höfum bæði hugsað málið skynsamlega og í ró og næði?“ Iíljómlistin þagnaði. Þau litu aftur hvort á annað, og Jill brosti. „Já,“ sagði hún blíð- lega. „Já, Nin, komdu þá. En ekki fyrr.“ Hann rétti henni handlegginn, og saman gengu þau yfir gólfið. Frú Provost sá l>au og hallaði sér að manni sínum: „Þau eru fallegt par, Duncan, finnst þér það ekki?“ Hann horfði þangað sem hún horfði. „Dá- samlegt par. Og fjarska hamingjusöm.“ „Þau eru svo ástfangin hvort af öðru,“ sagði frúin sannfærandi. 17. KAFLI Klukkan var næstum tvö þegar dansleikn- um lauk, og tuttugu mínútur yfir þegar JiU kom heim. Joeelyn, sem hafði farið rétt áður en ballið var búið, kallaði til hennar úr eldhúsinu: „Jill, ég er búin að hita te handa okkur. Ég hélt þig myndi langa í einn bolla, og þau hin eru farin í háttinn. Eigum við að drekka það liér?“ „Getum við ekki farið með það upp í vinnustofuna mína? Mig langar svo til að sýna þér mynd af Niall, ef þú ert ekki orðin of þreytt.“ „Ég er alls ekki þreytt.“ Joycelyn tók bakkann, og Jill kom á eftir henni og kveikti ljósin. „En elsku Jill,“ sagði Joeelyn, „af- mælisdagurinn minn er ekki fyrr en á þriðju- daginn, það veiztu. Átti þetta ekki að vera leyndarmál þangað til?“ Jill stundi. „Það var nú ætlunin. Niall get- ur afhent þér það þann dag. Ég . . . Joss, ég er hrædd um, að ég verði hér ekki þá.“ „Að þú verðir hér ekki?“ endurtók Joce- lyn og hrukkaði ennið. „Ég botna bara eklu neitt í neinu! Þú ætlar þó ekki að fara að fara núna — rétt fyrir brúðkaupið!“ Jill tók við bakkanum af henni, setti hann frá sér og lét aftur dyrnar. Síðan sneri hún sér að frænku sinni. „Jú,“ sagði hún og fyr" irleit sig sjálfa um leið: „Ég er að fara. Það verður ekkert brúðkaup, skilurðu." ,,Ó!“ Jocelyn hálfhrópaði upp og stundi við. Ilún hellti í bollana. „Jill — komdu og setztu. Fáðu þér tesopa. Og mér þætti vsent um, ef þú gætir gefið mér einhverja skyr" ingu á þessu. GeturSu það ? Eða viltu helzt ekki tala um það?“ „Ég skal reyna að skýra það, Joss.“ settist við hliðina á henni í legubekkinu tók við tebollanum; það fór ekki á milli mála, að hönd hennar skalf. Þegar allt kom til alls, var ekki svo auðvelt að útskýra þetta mál fyrir Joeelyn. „Má ég sýna þér myndina fyrst?“ 120 H E I M IL I S B L A Ð I P

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.