Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 4
■— og- aftast eru allar stélfjaðrir hans festar á eitt stutt bein. I hlutfalli við stærð sína og þunga er fugls- fjöður sterkasta smíð, sem yfirleitt þekkist í náttúrunni. Við fyrstu sýn lítur fjöður að- eins út eins og miðlína með greinar út til hvorrar hliðar. En svo einfalt er það ekki. Greinarnar (sem mynda saman það, sem lcall- að er fanir) eru röð af hliðstæðum stuðlum, hinum svokölluðu geislum. Og hver geisli er í sjálfu sér heil lítil fjöður með enn minni greinum, hliðargeislunum. Skyggnist maður enn nánar eftir gegnum stækkunargler, er hægt að sjá, að á þessum hliðargeislum eru enn aðrar, örsmáar greinar, sem enda í króki. Það eru þessir örsmáu krókar, sem halda geislunum saman, svo að fanirnar mjuida léttan, þétt samofinn flöt. Það geta verið meira en milljón geislar og hliðargeislar í einni fjöður. Til þess að straumlínulagaður skrokkurinn yrði vel hæfur til flugs, hefur beinagrindin þróazt þannig, að hún býr yfir meiri viðnáms- þrótti en nokkur önnur lifandi vera hefur til að bera. Hryggjarliðirnir eru alveg samvaxn- ir í óhemju sterkan möndul. Þeir mynda, ásamt rifbeinunum og bringubeininu, „búr“, sem getur þolað feykilegt álag. Rifbeinin eru reyrð saman með seigum sinum, sem eru fest- ar bæði í hrygginn og bringubeinið. Sterku herðablöðin tvö eru tengd saman að framan af viðbeinunum, sem renna saman í hinu svo- kallaða gaffalbeini. Stóru brjóstvöðvarnir, sem hreyfa vængina, eru festir við mjög áber- andi kamb, sem liggur niður fyrir miðju með- fram bringubeininu. Hjá mörgum fuglum eru þessir vöðvar meira en fjórði hluti alls þunga skepnunnar. Þegar fugl á flugi hreyfir vængina niður á við, gæti svo virzt, sem hann ,,reri“ sér áfram í loftinu. En leifturhraðar ljósmynda- tökur hafa leitt í ljós, að það er skakkt. Þeg- ar vængurinn hreyfist niður á við, hreyfist hann jafnframt áfram. Innri helmingur vængsins lielzt þó nær því hreyfingarlaus, þannig að fremri brúnin iiggur svolítið á ská aftur á bak eins og flugvélavængur. Pjaðr- irnar á efra borðinu mynda svolítinn boga. Ytri helmingurinn hreyfist sjálfstætt, og er honum stjórnað af „úlnliðnum“, sem er um það bil úti á miðjum væng. Þar sitja flug- fjaðrirnar, sem knýja fuglinn áfram, en innri helmingur vængsins heldur jafnan stöðu sinni og lögun og sér á þann hátt um uppflugið. Yið lendingu og uppflug lcemst fuglinn hjá því að steypast með hjálp nokkurra sérstakra fjaðra í fremri brún „úlnliðsins“. Hann reis- ir þessar fjaðrir upp, svo að mjó rifa mynd- ast milli þeirra og innri liluta vængsins, og Verkar hún sem fullkomið jafnvægisspeldi. Það er nær.því ótrúlegt, hvað fugl getur framkvæmt í loftinu. Eg- sá til dæmis einu sinni stóran fálka elta lynghænu. Allt í eiuu lét lynghænan sig detta eins og stein úr um tveggja metra hæð til þess að leita hælis í þéttum runna. En á broti úr sekúndu, áður en hún komst inn í runnan, skauzt hálkinn inn undir hana, velti sér á bakið á fluginu, læsti klónum í bráðina, rétti sig upp og þaut aftur upp í loftið án þess að draga andartak iir hraðanum. Spörhaukur getur — jafnvel þegar hann flýgur á mestum hraða — komizt hjá skyndi- legri hindrun í síðustu andrá með því að framkvæma fullkomna Immehnannturn, en það er viðbragð, sem er fólgið í því, að fugl- inn flýgur beint upp í loftið og tekur sam- tímis hálfa veltu, og heldur síðan áfram flug- inu, en í gagnstæða átt. Arnartegund ein 1 Afríku, sem getur náð nær því 200 km hraða á klukkustund, ef hann steypir sér lóðrétt niður, hefur svo furðulega fljótvirka hemla- tækni, að hann getur stöðvað sig algjörlega í fallinu á sex metrum með því að þenja vængina og stélið með leitursnöggri hreyf- ingu. Fugl dregur úr högginu við lendingu með fótunum. Þeir eru gerðir úr þrem beinum, og vinna liðir þeirra liver í sína áttina —- án efa bezti höggdreyfingarútbúnaður nátt- úrunnar. Þegar karlfugl hefur upp söng sinn til þess að halda öðrum karlfuglum í hæfilegri fjar- lægð frá umráðasvæði sínu eða til þess að laða til sín kvenfugl, notar hann einkennilegt raddfæri, sem kallast syrinx. í þessu söng- tæki eru spenntar himnur, sem stjórnast af flóknu vöðvakerfi, svo að stríkka og slaka má á þeim með hárfínni nákvæmni, á meðan fuglinn í lirifningu blæs loftinu úr lungum sínum. Fuglasöngur vorsins er upphaf biðilsat- hafna, þar sem eðlishvatirnar koma í ljós 1 mörgum einkennilegum og svipmiklum siðum- 92 HEIMII,ISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.