Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 20
af Niall. Andrew, sem gekk inn í stofuna á liæla henni, kom þegar í stað auga á það og blístraði. „Hamingjan góða! Hefur þú málað þetta?“ „Já. Br það ekki bara fallegtf' „I sannleika sagt — jú. Mig grunaði ekki, að þú værir svona snjöll. Svona geysi- gevsi- lega snjöll.“ Hann virti málverkið fyrir sér nánar: „Það er beinlínis fyrsta flokks, Jill. Er Jocelyn búin að sjá það?“ „Nei. Það á að koma benni á óvart á af- mælinu hennar. Frá mér og Niall.“ „Eg er viss um, að hún verður meira en lítið hrifin.“ „Það vona ég.“ Jill breiddi yfir myndina og tók að ryðja burt penslum og litspjaldi. Sólin var að brjótast fram úr regnskýjunum. „Eg þykist vita, að þú sért kominn til að sækja mig?“ spurði hún og forðaðist ertið augnaráð Andrews. „Við skulum segja, að ég bafi boðizt til þess, já. Nin er önnum kafinn við annað.“ Jill fannst bún þurfa að gefa skýringu á sinni eigin f jarveru: „Ég ... ég var með svo mikinn höfuðverk; það var þess vegna sem ég fór ekki. Cathrine bauðst til að fara í minn stað, og .. .“ „Og þú lézt hana gera það,“ greip Andrew fram í þurrlega. „En góða Jill mín, það var verulega heimskulegt af þér, skilnrðu það?“ Jill vatt sér að honum. „Þú hefur ekkert leyfi til að tala þannig. Þú hefur ekkert leyfi til að vera jafn — jafn viðbjóðslegur, And- rew!“ „Ég held ég sé í mínum fulla rétti til hvers sem vera skal,“ sagði hann og yppti öxlum. „En ef þú vilt það heldur, þá skal ég reyna að vera ekki viðbjóðslegur, eins og þú orðar það. Ég ætlaði mér heldur alls ekki að vera neitt í þá átt gagnvart þér. Ef þú veizt það ekki, Jill, þá met ég þig mikils. Hins vegar hef ég með tímanum fengið minna álit á skynsemi þinni. það verð ég að játa. Nei, gríptu ekki fram í ...“ flýtti hann sér að segja, áður en hann bætti við: „Ég er að reyna að hjálpa þér, þótt að það láti skrýti- lega í eyrum; reyna að koma vitinu fyrir þig, áður en það er um seinan.“ Hann tók laust um handlegginn á henni og fékk hana til að setjast á legubekkinn. „Vertu nú róleg og lilustaðu á mig — viltu vera svo væn?“ „Gott og vel. Ef það tekur ekki of langan tíma.“ Hana langaði ekkert til að hlusta á hann. Hún þóttist viss um, að Andrew myndi ekki segja henni ósatt, en hún var dauðsmeyk við að heyra sannleikann. En nú átti hún að heyra hann. Andrew settist við hlið henni. „Jill. Ég vil, að þú trúir því, að ég er að reyna að hjálpa þér og að ég er vinur þinn.“ „Og hvað?“ sagði hún kuldalega og hafði blíðutóninn í rödd hans að engu. Hann leit á hana ígrundandi. „Konan mín,“ sagði hann rólegur, „mun ekki láta sér lynda ósigurinn, skilurðu. Ég reyndi að fá hana inn á að fara á brott með mér héðan, til þess að þið Nin gætuð verið einsömul tímann fyrir brúðkaupið. En . . • hún féllst ekki á það.“ Hann roðnaði. „En hún verður þó að vera ömmu þinni til aðstoðar,“ sagði Jill, en Andrew brosti við. „Það er þó aðstoðin! Cathie gæti ekki einu sinni séð um barnaveizlu. — Nei, góða Jill mín. Hlutverk Cathie er miklu veglegra og áhrifaríkara. Ég veit það — að hún æfir sig á mér, áður en hún byrjar átökin AÚð Nin.“ „Eg botna alls ekkert í því sem þú ert að gefa í skyn, og allavega finnst mér þú ættir ekki að vera ineð ásakanir á hendur Cathie. Hún er þó konan þín, og . . .“ „Æ-já,“ svaraði Andrew bitur. „Hún er konan mín. Þess vegna veit ég líka, hvað hún ætlar sér. Nei, bíddu róleg ...“ Hann virt- ist óþolinmóður: „Þú veríJur að hlusta á mig ljúka máli mínu. Það er mjög nauðsynlegt!“ Jill fann óttann hríslast um hjarta sitt. „Já, ég hlusta á þig, þótt ég ætti kannski ekki að gera það.“ „Þá skal ég koma beint að efninu,“ sagði hann; hélt síðan áfram alvarlegur: „Jin- Veiztu, að Nin er nú þegar sannfærður um, að þú kærir þig ekki hætishót um hann; að þú giftist lionum aðeins til þess að ná í titil hans — en hann kvænist þér vegna Cathiear, svo að við getum búið öll saman á Guise-óð- alinu — fyrir peningana þína!‘ ‘ Jill starði á hann, of harmi slegin til að geta komið upp orði. „Góða vinkona mín ...“ Bríin hönd And- rews luktist um hennar liönd og þrýsti hana- „Þetta er sannleikurinn. Og allt er þetta runnið undan rifjum Cathiear." 108 H E I M IL I S B L A Ð 1P

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.