Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Page 8

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Page 8
Hann kinkaði kolli. „Já —en mig skort- ir í rauninni hugrekki". Hún sagði: „Þér eruð of gamaldags. Þér eigið að fylgjast með tímanum". „Getur vel verið. En það eru margir sem vilja hafa hlutina gamaldags. Til dæmis þau Twinklehjónin ...“ Hún tók sér nýja sígarettu og kveikti í henni. „Já, rétt er það. Mér fannst þau strax vera dálítið barnaleg, en ég lít á þetta nokkuð öðrum augum núna. Þau voru raunverulega mjög ánægjuleg. Þau virk- uðu notalega á mann. Eg hef raunveru- lega skemmt mér ágætlega í kvöld“. „Það gleður mig“. Klukkan á arinhillunni sló tólf. „Þá er jólanóttin runnin upp“, sagði hann. Hann skenkti í glösin og lyfti sínu glasi: „Gleðileg jól!“ „Gleðileg jól!“ Augu þeirra mættust, og henni fannst hjarta sitt slá hraðar. Henni fannst hún í senn vera óróleg og spennt. . . Hann fylgdi henni upp að herbergi hennar. „Góða nótt“, sagði hann, „og sofið nú vel og vært. Þér verðið að lofa mér því að láta ekki jólasveininn stinga af með yður í nótt“. Hún læsti dyrunum. Þarna var hún stödd í litlu, gamaldags herbergi, þar sem brakaði í gólffjölunum. Eldur snark- aði á arni, en úti fyrir glugganum féllu snjóflykksurnar í kyrrð, því það hafði lygnt þegar á leið kvöldið. Og þetta var jólanótt.. . Henni varð hugsað sem svo: Það hlýt- ur þrátt fyrir allt að vera eitthvað dular- fullt við jólin, eitthvað framyfir það, sem er um alla aðra daga, því að ég hef látið heillast. . . Þetta er stemmning sem eng- ir aðrir dagar hafa, og hún er töfrandi... Það var áliðið morguns þegar hún vakn- aði. Og þá vaknaði hún ekki aðeins af svefninum, heldur af töfrunum. Allt var með öðrum svip nú, í daufri morgunskírn- unni, og arineldurinn kulnaður. Hún vai'ð að hugsa upp eitthvert ráð til að komast áfram áleiðis til vina sinna. „Hvernig get ég komist héðan?“ spurði hún Noel, þar sem þau sátu við morgun- verðarborðið. „Þér ætlið þó ekki að yfirgefa okkur á sjálfan jóladaginn?“ sagði frú Twinkle eilítið uppnæm. „Ég neyðist til þess. Annars verða vin- ir mínir órólegir. En — ég kem hér við aftur. Ég kem áreiðanlega hingað hingað aftur“. „Lofið þér því?“ Augu hennar mættu augum Noels- „Vissulega“. Það heppnaðist að ná sambandi við ekil, sem var tilkippilegur að fórna hátíð- arfriði sínum fyrir aukaskilding. Hann kom og sótti hana um elllefuleytið, í þann mund, sem hringt var til messunnar. „Verið þér sælar“. sagði Noel, en Twinklehjónin voru farin til kirkjunnai' og voru þegar búin að kveðja. „Ég lofa yður því, að ég skal koina hingað aftur“. Hann sagði: „Það var ánægjulegt. að yður skyldi bera að garði. Ég vil mjÖ£ gjarnan að þér komið aftur“. Á allra síð- ustu stundu gekk hann í áttina að vagn- inum, stakk höfðinu inn um gluggann og sagði: „Cristel, þér eruð miklu meirt gamaldags en þér gerið yður sjálf grein , (l fyrir. Eg vildi bara láta vður viða það .. ■ Hún ók burt og hugleiddi, hvað hann hefði átt við með þessu. Hún gat ekki látið hjá líða að hugsa um hann alla leið" ina. Og ekki gat hún heldur hrakið hann burt úr liuga sér þá daga sem á eftir fórn- Þetta gramdist henni. Hún hefði að öH11 eðlilegu átt að skemmta sér konungleg3 ásamt vinum sínum, en það gerði hu11 ekki. Þetta eina kvöld í litla gistihúsinú hafði eyðilagt allt fyrir henni. 188 H E I M I L I S B L A Ð I 5

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.