Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Side 11

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Side 11
^æðilega, og — og það er svolítið sem e£ þarf að segja yður“. >>Vinir yðar hafa þegar verið með nóg- an hávaða hér“. »Eg er ekki lengur í hópi þessara vina minna“. Hann opnaði dyrnar eilítið betur, og- 11111 srneygði sér innfyrir. Hann lét hurð- !na stöfum og stóð með bakið uppvið hana. ”Hér höguðuð yður ósæmilega með því a koma hingað með þennan tillitslausa lmglingahóp. Flestir þeirra voru hálf-full- II • Twinklehjónin eru gengin til hvílu. Mér þmtti ekki skrýtið þó að þjónustufólkið Segðl UPP í fyrramálið. Ég hef aldrei vit- að annað eins“. »Bg vissi ekki fyrirfram, að þau myndu a£a sér þannig“. »Og ég hafði heldur ekki hugsað mér, , n°kkur heiðarleg stúlka umgengist Þess konar fólk“. »Þér vitið heldur ekki, hvort ég er nokk- III heiðarleg stúllka!" svaraði hún þrjósk. »Það var ég þó að vona, að þér væruð. !nr nni kvöldið, á aðfangadagskvöld, þá !lrtust þér vera það — allt öðru vísi en 1 kvöld. Ég varð næstum skelkaður af að slá, hvernig þér létuð áðan. Mig langaði mest til að gefa yður á kjammann“. »Já, þér gáfuð mér það í skyn um leið e£ fór“. Hún settist þreytulega við ar- mmn. „0, mér er svo kalt, Noel. Það kom Sv° slæmt fyrir milli okkar Jerrys“. »Jerry — var það þessi ungi náungi með krymplaða smókingvestið ?“ Byrst hafði henni fundist Jerry svo vel 1 /ara og koma svo vel fram á allan hátt. n hafði hún fengið allt aðra skoðun á °num. Hún kinkaði kolli, þótt henni væri að hálfvegis þvert um geð. »Jæja — það gleður mig þó, alla vega“. . '’Hau fóru leiðar sinnar án mín. Ég hef I engum stað að vera“. »Þér getið fengið að sofa hér. En að- II E 1 M I L I S B L A Ð I Ð H, eins í nótt. Ég vil vera laus við yður og alla yðar dásamlegu vini“. Hún tók smám saman að beygja af. „Hvernig getið þér verið svona harð- brjósta og óvinsamlegur við mig? Og það á sjálfum jólunum!“ ,,Ég hefði nú haldið, að þér hefðuð gleymt því, að það eru jólin. Þér hafið ásamt vinum yðar fengið að kynnast gam- aldags jólum, en það er engu líkara en þér hafið líka komist í kynni við gamaldags klípu — og svo eruð þér ofan í kaupin svo heimtufrek að ætlast til þess, að ég komi yður úr þeirri klípu“. „Nei, ég ætlast ekki til þess“. Hún var farin að gráta. Hann sagði: Ég býst við því, að þér þarfnist einhvers sem vill hugsa um yð- ur og gæta yðar. Þér þurfið einhvem, sem getur sagt yður hvað sé rétt og hvað rangt, svo að þér getið hagað yður eins og skyn- söm manneskja en ekki eins og eyðilagt dekurbarn. Þér eruð hálfgerður krakka- kjáni, og þér þurfið einhvern til að ala yður upp . .. Við ættum eiginlega að tala saman í alvöru. Eruð þér til í það?“ Hún kinkaði kolli. „En fyrst verð ég að segja, Noel, að mér þvkir mjög mikið fyrir þessu sem gerðist. Ég hélt, að vinir mínir myndu koma vel fram. Það sem vakti fyrir mér, það var að hressa y<5ur og fjörga umhverfi yðar. En nú er ég komin að þeirri niðurstöðu, að varðandi allt þetta gamaldags jólahald, þá sé það eitthvað sem ekki sé svo vitlaust, þegar á allt er litið. Þér hafið fengið mig til að líta á þetta allt öðrum augum en ég gerði“. Hún þagnaði og drúpti höfði. Noel laut að henni. „Hlustið á mig“, sagði hann blíðlega: „Við verðum að hafa þetta allt á hreinu . ..“ Frú Twinkle opnaði hljóðlega dymar sínar á hæðinni fyrir ofan og gægðist yf- ir handritið og niður í forstofuna. Síðan læddist hún aftur inn til mannsins síns. 191

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.