Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 18
ef ég hef móðg-að yður. Ég efast ekki um, að þér getið barið frá yður. Hér er hönd mín, ef þér viljið rétta fram yðar og gleyma því, sem ég hef sagt“. Skuggann langaði mest til að láta hnef- ann vaða á þennann dóna, sem stóð þarna fyrir framan hann, en skynsemin sagði honum að beygja sig. Hann tók því hönd- sheriffáns og hristi hana innilega. „Ég er ekki þannig, að ég beri kala til yðar af þessu“, sagði hann. ,,Að hann beri kala til yðar!“ sagði Sylv- ía. ,,Ég get sagt yður, Shriner, að þér munduð bölva þeim degi, er þér sáuð fyrst andlit hans“. Hún sneri sér við. „Chuck Parker! Harry Long! Haldið þið líka, að ég fari með ósannindi? Ætlið þið að láta hann . . . “ Alie Thomas tók ram í fyrir henni. „Við höfum þegar heyrt nóg“, sagði hann, „til að geta ákveðið okkur. Við erum sann- færðir um, að þér munduð ekki koma fram á þennan hátt, ef þessi maður væri Skugg- inn, ungfrú Sylvía, og ...“ „Ég get sagt ykkur, af hverju ég haga mér svona, það er af því, að ég hef aldrei trúað, að hann fremdi þessi hræðilegu hermdarverk eins og sagt var. En núna veit ég, að það er allt satt. Allt saman! Ég trúði því ekki meðan aðrir sögðu mér það, en þegar ég heyrði Tom Converse . . .“ „Af hverju trúið þér Tom Converse, eins og þér nefnið hann?“ „Af því að hann hætti sér inn í Carlt- on og náði Benn út, þar sem þeir voru á góðum. vegi með að gera hann að villi- dýri með öllum sínum hrottaskap“. „Þarna er sneið til yðar, Shriner“, sagði Skugginn glettnislega og kinkaði kolli til sheriffans“. „Ef við bíðum hér nógu lengi mun þessi unga stúlka geta sagt eitthvað fagurt um hvern okkar“. Shriner leit á hann og féllst á skoðun hans, gremjulega, og þolinmæði Algie Thomas var einnig þrotin. „Það besta, sem við gerum fyrir yðuit ungfrú Rann“, sagði hann loks, „er að sleppa yður ekki frá okkur, svo að þér farið ekki aftur til Skuggans, og látið hann fylla yður af svona sögum. Það þýð- ir ekkert, ungfrú Rann“, bætti hann við 1 mjúkum róm, „við trúum því ekki. áð þessi Tom Converse sé sakleysið sjálfb eins og hann þykist vera. Við vitum vek hver hann er“. Sylvía færði sig fjær honum, en eftir merki, sem gamli sheriffinn gaf, héldo tveir menn sig alveg hjá henni. „Lofið mér að fara, svo ég geti fengið sannanir fyrir, hver hann er‘“ sagði hún biðjanli. „Þið hafið alls ekki ómakað vkk- ur til að athuga, hvort nokkur Tom Cofi' verse sé til. Ef hann er til, þá hlýtur að vera hægt að finna einhvern, sem þekkh' hann. Fjölskylda hans . . .“ Hugsanir Algie Thomas hörfuðu nú að því, hve hjartnæmum tilmælum Tom Con- verse hafði beint til hans gegnum lokaðai' dyr á veitingahúsinu. Hann leit hugsandi á stúlkuna, en hristi höfuðið. „Við þorum ekki að hætta á það“, sagði hann. „Ef einhver ætlar að leika á aðra, er um að gera fyrir hann að ná í félaga, sem aðrir bera traust til. Ég er hræddm' um, að einmitt svona hlutverk hafi Skugg' inn fengið yður, og að mínu áliti eruð þel' allt of góð í það. Nei, ég hugsa, að best sé að þér verðið hjá okkur. I fyrramá*' ið ...“ Hann komst ekki lengra. Þegar han11 sá hana með leifturhraða þrífa byssuna úr beltinu, þagnaði hann skyndilega. Hu’ beindi byssunni upp á við, svo hlaupið vissi til himins! „Stöðvið hana!“ hrópaði sheriffinn. En það var of seint. Þrisvar sinnuU1 skalf byssan í hendi hennar og gaf frá sei hvelli, sem rufu næturkyrrðina, áður eíl Joe Shriner sló hana úr hendi hennar. Hún stóð og nuddaði fingurna efÞ1 H E I M I L I S B L A Ð I 0 198

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.