Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Síða 20
„Ég hef aldrei heyrt þvílíkt þvaður eins og þú lætur út úr þér fara“. „Það er ekki ég sem segi þetta, það er pabbi, og hann veit nokkuð vel, hvað hann fer. Ég þekki ekki hvemig stúlkurnar eru og hugsa heldur ekkert um þær. Það getur verið að Sylvía sé undantekning". „Það getur þú reitt þig á, að hún er“, sagði Tom með hrifningu. „Það veit maður einungis af að hafa heyrt rödd hennar. Finnst þér það ekki líka, Benn?“ „Getur verið. En ég hef ekki jafn mikið ímyndunarafl og þú. Hvers vegna langar þig svona mikið til að þekkja hana. Tnm. Manni getur dottið í hug, að þú viljir fá hana í jólagjöf ...“ „Benn“, sagði Tom Converse alvarlega, „þú talar með þeim skilningi, sem þú hef- ur, en nú skal ég segja þér frá svolitlu, sem ég hef vitað frá því fyrst ég sá Silvíu Rann. Ég er búinn að sjá, að ég hef ekki veitt því eftirtekt, sem mikilvægast er hér. Nú er ég vaknaður til lífsins og nú veit ég, hvað er fyrir mestu hér í þessum heimi . .“ Hann þagnaði skyndilega. Því þeir he.yrðu bergmálið af þrem skotum. sem rufu næturkyrrðina. „Þetta er hún“, sagði Tom Converse. „Þeir hafa náð í hana og sleppa henni ekki aftur, þessir þorparar ...!“ Hann tók í taumana og ætlaði að snúa hestinum við í þá átt, sem hljóðið heyrðist úr, en Benn flýtti sér í veg fyrir hann og þreif beislistaumana. „Slepptu!“ hrópaði Tom Converse. „Slepptu! Ertu vitlaus að voga þér, að reyna að stöðva mig“. „Þú ert alveg vitlaus að voga þér að halda í þessa átt til þeirra!“ stundi Benn. „Heyrðirðu ekki áðan!“ sagði Tom. „Þeir hafa tekið hana fasta. Þetta var merki til okkar“. „Það veit ég ekki. En ég veit bara, að ef hún er hjá þeim, þá getur þú ekki gert neitt fyrir hana“. „Það eru ekki meira en tíu til tólf menr>“. „Ekki meira en tíu til tólf menn!“ endur- tók Benn. Af áherslunni, sem Benn lagði á orðin, fór Tom að hugsa sig um og reyndi því ekki aftur að hleypa af stað. „Þar að auki“, sagði Benn og hélt enn í tauminn á hesti Tom Converse, „er það kannske bending ti! okkar, að hamingjan hafi ekki verið henm hliðholl og við eig- um að koma okkur í burtu hið skjótasta. Það líkist ekki Sylvíu að kalla okknr sér til hjálpar. Þannig merki mundi hún aldrei gefa, ef það gæti komið okkur í hættu. Eg þekki hana“. Þetta var skynsamleg ályktun, og Tom draup höfði. ,,Það var heimska af mér að láta hana fara þangað“, sagði hann dræmt. ,Allt> sem hún hefur getað sagt þeim, er svo ótrúlegt“. „Ég veit ekki“, sagði Benn Plummer hægt, „ég trúi því öllu og Sylvía, það get- ur þú reitt þig á“. „Það er af því hún veit, að ég er ekk1 Skugginn. En þú hefur rétt fyrir þér Benn, við verðum að halda af stað. Eg veit bara ekki, í hvaða átt við eigum að halda. Hvað segir þú um það? Þú ert kunnugri hér en ég“. Þetta kom alveg flatt unp á Benn. Hugsa sér, að maður sem var djarfari og skarp' skyggnari en Skugginn, skyldi spyrja hanö ráða! „Það er best fyrir okkur“, sagði hann svo eftir góða umhugsun, að dvelja hér 1 nágrenninu og lofa hestunum að hvílasÞ — Heldur þú það ekki líka?“ „Það verður víst best“, svaraði Tom ennþá dálítið önugur. „Ef Capain fær að hvíla sig þó ekki sé nema í nokkra tímm þá getur hann boðið vindinum sjálfurn byrginn á morgun. Hvar eigum við nð setjast að?“ „Ég veit um stað hér hjá. Það eru nokk' H E I M I L I S B L A Ð I ^ 200

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.