Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Page 22

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Page 22
hafði meiri áhrif en Tom hafði búist við, því þeir létu byssurnar vera í hylkinu og stungn peningunum á sig. En augnaráðið, sem þeir gáfu friðrofanum, var ógnandi. „Hvað viltu hérna?“ fnæstu báðir í einu. „Félagi minn er með mér“, sagði Tom. „Hann er hjá hestunum. Eg fór bara á undan til að vita, hvort við mættum sitja við bálið ykkar“. Þeir störðu á hann, og skammbyssunni gáfu þeir enn meira hornauga. Tom lyfti höfði og blístraði hvellt. Hann heyrði Benn svara og skömmu síðar brjót- ast gegnum kjarrið með hestana. Ekki var svartdröfnótti kastaníubrúni hesturinn fyrr kom.inn inn í rjóðrið en Scottie stökk upp. „Hvar hafið þið náð í þennan hest?“ sagði hann agndofa. „Þennann? Þetta er gjöf“ sagði Tom sannfærandi. „Gjöf?“ Það var sem kökkur stæði í hálsi Scottie af að endurtaka betta orð. „Gjöf ?“ Enginn vafi var á, að hann þekkti hest Skuggans. „Trúirðu ekki, að ég eigi þennann hest?“ sagði Tom. „Eg trúi engu“, sagði þrjóturinn ,.Eg legg það ekki fyrir mig að trúa. En ef þú hefur fengið hestinn frá fyrri eiganda hans — þá — getur þú krafist hvers sem þú vilt af mér“. Einhverjir drættir, sem áttu að vera bros, komu í þessa skeggiuðu ásjónu. „Frá Skugganum?“ hvíslaði hann. „Hefurðu náð þér niðri á honum?“ „Hvers vegna spyrðu að því“, sagði Tom hissa á framkomu og öllu háttalagi manns- ins. „Scottie, reyndu heldur að begja“, sagði hinn þrjóturinn, „það er alltaf betra að segja ekki of mikið“. „Þorskhaus!“ sagði Scottie og sneri sér aftur að Tom. „Þessi hestur er Captain og enginn annar“. „Þú þarft ekki að vera hræddur við mig> félagi. Ég veit, hvað ég segi. Það var sá þorpari, sem stal einu sinni frá mér ein- asta teppinu, sem ég hafði; og það í blind- hríð. Hann stal teppinu, mínu, og ekki nóg með það, heldur sparkaði hann f mig í þokkabót". Hann hætti við setninguna, en hatrið sauð í hónum. Tom þótti miður, að ennþá skyldi vera til fólk, sem áleit hann vera Skuggann. Það voru geðsleg verk, sem hann mátti hafa á samviskunni, sá maður. „En það er ekki sá fjári til“, hélt Scott- ie áfram, „sem getur haft roð við honum, ef skammbyssan er í hendi hans. Síðan hef ég hitt hann mörgum sinnum. og í hvert skipti hef ég verið kurteis við hann, af því mér var nauðugur einn kostur. Tom gaf honum bendingu með hendinni- „Þú verður að gæta þess betur, hvað þú segir“, sagði hann í aðvörunarróm. ekkí óvingjarnlegum. „Skugginn getur kannske frétt það, sem þú segir“. „Meinarðu, að hann sé lifandi — þegar annar er á hestinum hans? Hefur hann núna einhverja bykkju, af því hann hefui' misst Captain?“ Scottie hristi höfuðið- Þetta var langt fyrir ofan hans skilning- „Þetta get ég ekki skilið. Sestu niður og segðu mér, hvernig í þessu liggur. Náðu í einhverjar vistir, Limpy. Gerið svo vel, félagar, látið eins og þið séuð heima hjá ykkur. Þarna er nóg gras fyrir skepnur- nar. Jæja, svo Skugginn er búinn að missa hestinn sinn!“ Þessi frétt fannst honum jafn ótrúleg og ef einhver hefði sagt honum, að sóliu kæmi upp í vestri. XXVII. Skugginn sannfréttir nokleur atriSi 202 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.