Iðunn - 01.01.1885, Page 14

Iðunn - 01.01.1885, Page 14
8 Gtull. staður heimsins, og þá jafnframt höfuðból allra auó- æfa um víða veröld. Allt það sem dregið hafði verið saman af gulli og dýrgripum víðsvegar um lönd, þau er þá voru kunn, tíndist þangað smátt og smátt, og hrúgaðist þar saman svo ógrynnum sætti. Frá eiuu skattlandi, Gallíu, hafði Cæsar heim með sjer til Rómaborgar svo mikið gull í einu, eptir að Toulouse var unnin, aö gull lækkaði í verði um þriðj- ung um alla Ítalíu,—Annars var svo komið þá, á mestu blómöld Rómverja, að margar hinar auð- ugustu gullnámur fornaldarinnar voru tómar orðnar og báru lítinn sem engan arð. Svo var meðal ann- ars um hið fræga Paktólus-fijót, er Krösus hafði úr sín óþrjótandi auðæfi ; sömuleiðis um Aquileja við ána Pó, við Aosta og víðar. Prá lndlandi, Afríku, Arabíu og Seríka, er nú heitir Kína, kom þá ekkert gullframar; Rómverjar sendu meira að segja þvert á móti ógrynni fjár til þessara landa til að kaupa þar ýmsar landsnytjar og einkum margs konar mun- aðarvöru. Gullið flóði í ýmsar áttir, frain og apt- ur, og það som Rómverjar gútu ekki veitt sjer sjálf- ir, af innlendum landsnytjum, það höfðu þeir nú komizt upp á að afla sjer á annan hátt, eins og sið- ur var anstrænna harðstjóra : með því að kúga fje af mönnum, ræna þar sem þeir fóru yfir herskildi, taka gjöld af skjólstæðingum sínum o. s. frv. Gull- ið liðaðist eins og lækur um hvern krók og kyma þar sem rómverskir valdsmenn áttu sjer hreiður, og því meir sem flóðið færðist út, því meir óx hinn ó- slökkandi gullþorsti Rómalýðs, þar til er allt hrundi um koll og hafði undir sjer í hruninu bæði

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.