Iðunn - 01.01.1885, Side 21
Gull.
15
menn róðr; Danaherr mun kominn at oss, mun hroð-
it myrkvanum þar sem þeir eru, mun sól skína á
drekahöfuð þeira,-þau er gullögð eru. Svá var sem
hann sagði, var þar þá kominn Sveinn Dana-
konungr með úvígjan her«.
það er auðvitað, að talsvert a£ gulli þessu hinu
mikla, er svo var óspart á haldið í fornöld hjer á
norðurlöndum, hefi verið ránsfengur norrænna vík-
inga frá ýmsum löndum álfunnar. En ýmsar frá-
sögur virðast benda til þess, að Bjarmaland hafi
verið að öðru leyti aðalgullkista Norðmanna í torn-
öld. Liggur þá beinast við, að annaðhvort Bjarmar
sjálfir, er bjuggu meðfram Hafinuhvíta sunnanvcrðu,
eða þá nágrannar þeirrajsunnar betur og austar, er
þeir áttu skipti við, hafi aflað gullsins um þær
slóðir, er gullnám er stunduð nú á tímum, svo
sem í Úralfjöllum norðarlega eða þar í grennd.
Bjarmalandsferðir hafa verið tíðkaðar í Noregi longi
fram eptir, og erindið jafnan að loita sjer fjefanga.
Eiríkur konungur blóðöx fór til Bjarmalands; Har-
aldur konungur gráfeldur slíkt liið sama, »ok fjekk
þar ofa mikit fé«. En fróðlegust er frásagan um för
Iiarla hins háloyska til Bjarmalands, er Olafur kon-
ungur hinn lielgi séndi þangað ,í sömu erindum ; »var
svá ætlat, at Karli skyldi hafa fólag konungs ok
eiga hálft fé hvárr við annau«. Gunnsteinn bróðir
Karla rjeðst til ferðar með honum, og enn fremur
slóst í förina jpórir hundur, þótt þeim bræðrum lík-
nði það miður, enda drap Jpórír Ivarla á heim-
leiðinni. það varð þeimeittmeðalannars til fjefanga á
Bjarmalandi, að ráði þóris, að jicir ræntu þar haug
emn mikinn, er svo var gerður, að þar var »hrært