Iðunn - 01.01.1885, Side 24

Iðunn - 01.01.1885, Side 24
18 Grull. sem segir í frásögum af því er hið mikla gull fannst í Kalíforníu 1848, rjett eptir friðinn við Mexico, þar sem Bandamenn eignuðust landið, og alveg um sama leyti sem stjórnarbyltingin hófst á Frakklandi: að það stórmikla happ hafi engum komið fremur á ó- vart en landsbúum sjálfum. jpað var einber tilviljun, að gullið fannst. Maður er nefndur Suttér, svissneskur að ætt og uppruna. Hann hafði fiutzt til Kalíforníu nokkrum árum áður en hjer var komið sögunni og stofnsett þar nýlendu, er hann nefndi Nova Helvetia, nærri stóránni Sacramento. Jpar nærri fellur þveráin Ame- rican-Kivers út í Sacramentofljót. jpar ætlaði Sutt- er að koma sjer upp sögunarmyllu. jpegar sá, sem stóð fyrir myllusmíðinni, Marshall mannvirkjafræð- ingur, ætlaði að fara að veita vatninu að myllunni úr ánni, sá hann mesta urmul af gullkornum glóa í leðjunni, er skolaðist með vatninu. jpetta þóttu mikil tíðindi í því byggðarlagi, og fiaugfregnin um land allt eins og elding. Nú flykktist þangað fólk hvaðanæfa' og var þar lcomin mikil byggð á skömm- um tíma. í ágústmánuði sama ár fluttu dagblöð austur í New-York sögur um þessi ógrynni gulls, er fundizt hafi í Kaliforníu, út um allan heim, og upp frá því tók að streyma þangað múgur og margmenni úr öllum heims álfum. Svo segja kunnugir menn, er þar voru þá, að þetta sama haust um vcturnætur muni hafa verið búið að afla þar meira en 20 milj- kr. virði í gulli frá því veturinn áður að það fannst fyrst. — Stjórn Bandaríkjanna þóttist þó ekki geta reitt sig á þær kynjasögur, er bárust þar vestan að því nær daglega, ög skipaði því nefnd valinkunnra L

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.