Iðunn - 01.01.1885, Síða 32
26
Gull.
miljónum punda af sandi. í Eínarsandi gera menn
sjer jafnvel að góðu, þótt eigi fáist nema 1 mörk gulls
úr 420 miljónum punda. Er svo að sjá á því, að all-
mjög sje þá farið að ganga á Fáfnis-arf, er þeir
Gjúkungar fálu í Eín forðum daga. I Síberíu eru
gullnemar hvergi nærri svo nýtnir; þar er ekki hirt-
ur rýrari gullsandur en svo, að sje fimm-falt gullmeiri
en Eínarsandurinn, ogíChilier honum fleygt nema
hann sje tífalt gullmeiri. það er vanalegt um gull-
sandinn í Síberíu, að 2$ lóð gulls fáist úr 10,000
pundum, en í Kalíforníu fást að jafnaði 5 lóð úr
10,000 pundum.
A þessum dæmum má sjá, hver ókjör af sandi
gullneminn verður að hafa haft milli handa og
hreinsað, um það hann er búinn að draga saman svo
mikið gull, að nemi 20,000 kr. t. a. m. það er ekki
tekin út með sældinni.
Gull er þyngra í sjer en sandur sá og möl, er það
er saman við, og þess neyta menn til þess að ná
því úr sandinum. Aðferðin er ofur-einföld, en seinleg
mjög; áhöldin mjög óbrotin. Eru optast liafðar til
þess skúffur og trog úr trje. Gullsandurinn er lát-
inn í ílát þessi, hellt vatni saman við og hrist þaug-
að til, að sandurinn hefir allur skolazt burt og gull-
ið liggur cptir á botninum. Á elztu tímum voru
hafðar húðir af dýrum til þess að skola í gullsand-
inn; þykjast menn vita, að þaðan stafi meðal ann-
ars sagan um gullreyfið og Argóarför Grikkja. Sum-
staðar eru notaðir til þess viðarflekar, sem eru hafðir
hallfleyttir og festur á dúkur. í Kalíforníu er al-
gengasta áhaldið »vaggan«, sem svo er kölluð. Jpað er
holur sívalningur,viðarbolur,með göllum fyrir enduu-