Iðunn - 01.01.1885, Síða 33

Iðunn - 01.01.1885, Síða 33
Gull. 27 um og opinn eptir endilöngu, og tvennar völtrur und- ir. Er harla lítið smíði á því áhaldi að jafnaði. Ilát þetta er nú fyllt til hálfs af gullsandi, síðan hleypt þar að vatni og vaggan sett á stað—farið að rugga—, en hrært upp í sandinum um leið við og við. Sezt þá það sem þyngst er á botninn smámsaman. Síðan er hert á rugginu.svo að vatnið skvettist út yfir barminn á vöggunni og þar með það sem ónýtt er af sandinum. þ>að sem stærst og þyngst er af sand- inum tínir maður upp með hendinni, og tekur síðan til að vagga aptur með nýju vatni, allt á sömu leið og áður. Síðan hallar maður vögginni, svo að allt vatn geti runnið úr henni og þar með það sem smærst er af leir og sandi, öll mylsnan, sem er nú skilinn vandlega frá. Eptir það er tekið til að vagga aptur og eigi ljett fyr en eptir er að eins smágert sandlag á botni vöggunnar. í þeim saudi er nú allt það gull, er til var í mölinni að upphafi, nema hvað öokkuð hefir þó skolazt burt með úrgangnum. Til þess að ná burtu þessum sandi sem eptir er saman við gullið, er allt saman lagt á járnkringlu, liún látin niður í vatn og snúið þar heldur hægt hringinn í kring; skolar þá vatnið öllum sandinum burt um síðir og verður ekki annað eptir en gullsáldið, því það er þyngra. — jpað er auðsjeð, að mikið muni þurfa af vatni til þessa gullþvottar, og því var það, að gullnámið gekk miklu seinna á sumrum í Kalíforníu, er ár og lækir voru þurrir af sólarhita. Til þess að bæta úr þeim vatnskorti, lögðu menn saman og bjuggu til geysimiklar vatnsþrór, og veittu vatninu þaðan um skurði í ýmsar áttir að gullekr- unum. Skurðir þessir voru orðnir árið 18ð8, tíu ár-

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.