Iðunn - 01.01.1885, Síða 35
Gull.
29
var það látið standa fyrir að nota það til gjaldeyr-
is í Kalíforníu 1 fyrri daga og líklega enn. Er gull-
sáldið þá ekki hreinsað öðru vísi en ofur-lauslega
með því að hræra innan um það með segulstáli; seg-
ulstálið tínir úr því mestallt það, er járnkennt er í
því, og er gullsáldið síðan selt peningakaupmönnum
eptir mati eða ágizkun, eða haft í kaupeyri manna
ú milli. Eitt nef af gullsáldi er algengur gjaldeyrir
í Kalíforníu ; en það er það sem tollir á milli tveggja
fingra eða þriggja, eins og þegar tekið er í nefið.
|>að verður að vera not og gjald þess sem við tekur,
fivort hann græðir á því eða tapar. -— Gullkornin í
þessu sáldi eru mjög ólík, bæði að stærð, iögun og
lit. Optast eru þau annaðhvort hnöttótt eða þá
flöt og núin af horn og randir. Liturinn móleitur
eða ljósgulur, og skírleikinn þetta frá 600 til 990
á móti 1000. Er því óhréinsað gullsáld mjög mis-
jafnt að gæðum, og er þess vegna torsjéð ókunnug-
Um. Annars mun þessi aðferð, að skola gullið úr
sandinum, vera farin að leggjast niður eða um það
leyti. Enda er auðsjeð að sú aðferð muni ekki
vera drýgileg. Greinilegur vottur þess er og það, að
á ýmsum stöðum í Európu er nú tekið til að vinna
aptur gullnámur, er hafa verið gagn-sorfnar áður
einu sinni eða jafnvel optar. Er þá til dæmis að
taka á tveim stöðum í Bæheimi. Við árnar Inn,
Luná, Isar og Salzach er og tekin upp nýrri gull-
námsaðferð, þannig löguð, að þar getur ekki orð-
ið eptir í sandinum hin minnsta vitund af gulli;
sömuloiðis við Eín milli Basel og Mannheim, við
Emme og Aar í Sviss (Bern), og enn fremur í rúss-
nesku námunum í Síberíu. Hinu gullkynjaði sandur