Iðunn - 01.01.1885, Side 45
Brjefstuldurinn.
39
»Eða hættið þjer«, sagði Dupin.
»Ni\, nú; svo er þá mál með vexti, að mjerhefir
sjálfumveriðtilkynnt,af mjögtiginnipersónu, að brjefi
einu harla áríðandi hafi verið stolið úr konungshöll-
inni. það er uppvíst, hver þjófurinn er; á því leikur
enginn vafi ; maðurinn var staðinn að verki. það er
og kunnugt, að brjefið er enn í hans vörzlum«.
»Hvernig er hægt að vita það?« spurði Dupin.
»það verður ljóslega ráðið af því, hvernig ábrjefinu
stóð«,svaraði lögreglustjórinn, »og afþví, aðþað erekki
framkomið, semhlyti að koma fram undir eins og brjef-
iðkæmist úr höndum þjófsins, það erað skilja: undir
eins og hann væri farinn að nota það eins og hann
hlýtur að ætla sjer að nota það á endanum«.
• Skýrið þjer þetta betur fyrir okkur», sagði jeg.
«Já, mjer er óhætt að segja svo mikið, að brjefið
veitir handhafa þess ónefnt vald í ónefndum efnum,
og það vald, sem þar er ómetanlega mikilsvert».
Lögreglustjórinn þóttist maður, að geta mælt svona
fimlega á huldu.
«Og jeg skil yður ekki alminnilega enn þá», sagði
Dupin.
«Ekki það? Jæja þá, ef ónefndur maður fengi
vitneskju um brjefið, þá mundi í veði virðing mjög
tiginnar persónu; og það atriði veitir handhafa
brjefsins vald yfir þeirri mjög göfugu persónu, er á
þar heill sína og heiður í veði«.
Jeg tók fram í og mælti: «En þetta vald mundi
vera komið undir því, hvort þjófurinn veit, hvort sá
sem misst hefir brjefið, þekkir hann eða ekki. Hver
oiundi þora —»
«þjófurinn», sagði G., «er D. sendiherra, maður,