Iðunn - 01.01.1885, Page 49

Iðunn - 01.01.1885, Page 49
Brjefstuldurinn. 43 síður áríðandi að geta gripið til þess viðstöðulaust, eða að hafa það alveg við hendina«. »Að geta gripið til þess viðstöðulaust ?« mælti jeg. »þ>að er að skilja: að geta glatað því í snatri« mælti Dupin. »það er satt«, mælti jeg ; »það er auðvitað, að hann hefir brjefið heima hjá sjer. |>ví að jeg gjöri ráð fyrir, að ekki muni því til að dreifa, að hann geti haft brjefið á sjer«. »jf?ess er rjett til getið« mælti lögreglustjórinn. »Honum hefir verið tvisvar gerð fyrirsát, eins og af stigamönnum, og leitað á honum vandlega undir sjálfs mín umsjón«. »Yður hefði verið óhætt að spara yður það ómak« mælti Dupin. »Jeg geri ráð fyrir, að D. sje ekki gagngjört fión, og sje hann það ekki, hlaut hann að gera ráð fyrir þessum fyrirsátum eins og sjálfsögðum hlut«. »Ekki gagngjört flón« mælti lögreglustjóri; »en skáld er hann, og að minni vitund er þar ekki langt á milli«. »Satt er það« mælti Dupin, eptir langan reykjar- teig úrpípu sinni og áhyggjumikinn ; »þótt jeg rann- ar geti ekki alveg svarið fyrir leirburð sjálfur«. »Ekki vænti jeg við mættum heyra nokkuð ná- kvæmar sagt frá leit yðar« mælti jeg. »Vólkomið« mælti lögreglustjóri. »Við ætluðum okkur nógan tímann, og leituðum alstaðar. Jeg hefi langa roynslu í slíkum efnum. Jeg tók fyrir öll hý- býlin, herbergi fyrir herbergi; ætlaði hverju herbergi heila viku, þ. e. næturnar heila viku. Við leituðum fyrst í öllum hirzlum í herborginu. Við opnuðum

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.