Iðunn - 01.01.1885, Qupperneq 56
50
Edgar Poe:
hefðu hagað leitinni á, heimili sendiherrans, þá var
mjer það áþreifanlegt undir eins, að þeir höfðu leit-
að alveg til fullnustu,—það sém leitin náði«.
»það sem leitin náði ?«
»Já«, anzaði Dupin. »Eáðin voru eigi einungis
hin beztu á sinn hátt, heldur einnig svo vel fram-
kvæmd sem bezt má verða. Hefði brjefið verið inn-
an þeirra takmarka, sem leitin náði, mundu þeir
efalaust hafa fundið það«.
Jeg gerði ekki nema hló; en honum var að sjá
full alvara með allt sem hann sagði.
Hann hjélt áfram og mælti: uRáðin voru góð á
sinn hátt, og vel framkvæmd ; það sem að var, er
það, að þau áttu ekki við eptir því sem hjer hagaði
til og áttu ekki við þennan mann. það er eins fyr-
ir lögreglustjóranum og Prókrústes ; Prókrústes ætl-
aðist til að sama rúmið væri mátulegt öllum sínurn
gestum, og þandi þá eða stýfði til bana, er það
reyndist annaðhvort of langt eða of stutt. Eins er
um lögreglustjórann ; hann kann langan kapítula af
mjög kænlegum ráðum og beitir þeim þyndarlaust
hvernig sem á stendur. En hann flaskar jafnan á
því, að hann leggst ýmist grynnra eða dýpra um ráð
heldur en við á eptir málavöxtum í það og það
skipti; það er margur barnaskólasveinn honum
snjallari í þessari grein. Jeg man eptir 8 vetra
gömlum dreng, sem var svo slyngur að geta uhægri eða
vinstri«, að enginn skildi í slíkum skarpleika. Hauu
vann í þessum leik áskömmum tíma af öllum drengj-
unum í skólanum allt smálegt, sem þeir gátu við sig
losað. það er auðvitað mál, að hann hafði reglur
fyrir sjer til þess að geta eptir; og þossar reglur