Iðunn - 01.01.1885, Page 58

Iðunn - 01.01.1885, Page 58
52 Edgar Poe : einhver er eða heimskur, eða góður eða vondur, eða hvað honum er í huga í það og það skipti, þá reyni jég til að setja á mig sama svip og hann hefir þá, eptir því sem jeg á hægt með, og svo bíð jeg til að vita, hvaða hugsanir eða tilfinningar kvikna í huga mjer eða hjarta, svo sem til að samþýðast þessutn svip«. þetta svar drengsins birtir allan leyndardóm- inn um djúpsæi Machiavelli, Eochefoucaults og fleiri, er hafa fengið langt um skör fram orð á sig fyrir framúrskarandi glöggskyggni«. »Og þetta, að geta sett sig alveg í annars spor, hvað greind hans snertir, er, að mjer skilst, ailt und- ir því komið, hvað maður getur farið nærri um greind hans eða hvað nákvæmt manni tekst að stika skynsémi hans«. »Allt undir því komið, eins og þú segir, ef maður ætlar að hafa gagn af þessu«, svaraði Dupin ; »og lögreglustjórinn og lið hans fer svo opt flatt á því, í fyrsta lagi af því, að þeir vanrækja með öllu að setja sig í þess spor, sem þeir eiga við, og f öðru lagi af því, að þeir stika illa eða bera jafnvel alls ekki við að stika skynsemi þess, sem við þá teflir. þeir hafa ekki augastað á öðru en því, sem þeim finnst sjdlfwn vera kænlegt; og þegar þeir leita að einhverju, sem hefir verið falið, þá leita þeir að eins þar sem peir mundu hafa falið það. þetta kemur í rjettan staö niður að því leyti til, sem hyggjuvit sjálfra þeirra er trútt sýnishorn þess sem fúlk cr flest; en þegar læ- vísi fantsins, sem þeir eiga við að tefla í það og það sinn, er öðruvísi gerð en lævísi sjálfra þeirra, þá er svo sem auðvitað mál, að hann muni bera efra skjöld. þaun veg fer jafuan, er hann hofir meirJ

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.