Iðunn - 01.01.1885, Qupperneq 60
54
Edgar Poe :
þess kjörinn; og er þá uppgötvun hinna fólgnu
muna ckki minnstu vitund komin undir getspeki
þeirra, er leita, heldur eingöngu undir nákvæmni
þeirra, þolinmæði og atorku; og hafi mikið legið
við, eða hin fyrirheitnu fundarlaun verið rífleg, en
það kemur nú hvorttveggja í sama stað niður í aug-
um lögreglumanna, þá hafa þessir kostir þeirra al-
drei brugðizt mjer vitanlega. |>ú munt nú skilja,
hvað jeg hefi átt við, þegar jeg ljet í veðri vaka,
að hefði brjefið verið fólgið einhverstaðar innan
þeirra takmarka, sem lögreglustjórinn leitaði, — með
öðrum orðum : hefði reglan, sem brjefið var falið
eptir, verið innan þeirra endimarka, sem þjófaleit-
arreglur lögreglustjórans ná til — mundi það alls
engum efa bundið, að hann hefði fundið það. En
aumingja-maðurinn hefir verið gjörsamlega blekkt-
ur; og hin dýpsta undirrót þess, að honum voru
svona mislagðar hendur, var það, að hann ímyndaði
sjer, að sendiherrann væri flón, af því að hann hafi
fengið orð á sig fyrir skáldskap. 011 flón éru skáld ;
þetta finnur lögreglustjórinn; og hann hefir bara
gert sig sekan í þeirri hraparlegu hugsunarvillu, að
þá sjeu líka öll skáld flón«.
»En er hann þá skáld?« spurði jeg. »þeir munu
vera tveir bræður, og hafa báðir fengið orð á sig fyr-
ir ritstörf. Jeg held að jeg megi segja að sendi-
herrann hafi samið einhverja stórmerkilega ritgjörð
um eitthvert atriði í tölvísi. Hann er tölvitringur,
og ekki skáld«.
»Nei, það er misskilningur; jeg þekki hann vel!
hann er hvorttveggja. Af því að hann er bœði góður
reikningsmaður og skáld, þá kann hann að liugsa