Iðunn - 01.01.1885, Síða 65
Brjefstuldurinn.
59
er of auðráðið, of bersýnilegt, of áþreifanlegt. En
þetta hefir lögreglustjórinn aldrei hugleitt; skynsemi
hans er svo vaxin, að það hefir allt af farið annað-
hvort fyrir ofan garð eða neðan hjú honum. Hon-
um hefir aldrei liugkvæmzt, að sendiherrann gæti
hafa látið brjefið rjett fyrir nefið á hverjum manni,
sem inn kom til hans,—einmitt bezta ráðið til að
varna því, að nokkur veitti því eptirtekt.
En því meir sem jeg hugleiddi, hvað D. er áræð-
inn, snarráður og slunginn ; þegar jeg hugleiddi, að
hann hlaut að hafa brjefið allt af við hendina, ef
hann ætlaði sjer að hafa fullt gagn afþví; og þar
sem það var skýlaust orðið, eptir leit lögreglustjór-
ans, að brjefið gat ekki leynzt neinstaðar innan
þeirra éndimarka, er þjófaleit lögreglumanna hjer
er vön að ná til,—því meir sem jeg íhugaði þétta
allt saman, því betur sannfærðist jeg um það, að
sendiherrann mundi hafa haft það snjallræði til að
leyna brjefinu, að reyna alls eigi til að fela það.
J>egar jeg var búinn að bræða þetta með sjálfum
mjer, fer jeg einn góðan veðurdag, fæ mjer græn
gleraugu og heimsæki D. Jeg liitti hann heima,
iðjulausan, geispandi og hangsandi, |eins og hann er
vanur, rjett eins og hann ætlaði að sálast í leiðind-
um. I rauninni er hann einhver hinn mesti elju-
maður, sem nú er uppi,—en að eins þegar enginn
sjer til.
Jeg byrjaði talið á því, að kvarta um, hvað jeg
Væri slæmur í augunum og hvað það væri leiðinlegt,
að mega til að brúka gleraugu. Jeg hafði þau til
þess, að hann skyldi ekki sjá, þó að jeg skyggndist
um í herberginu; og það gerði jeg dyggilega, en