Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 79
ittUNN] Matth. Joeh.: Dvöl mín í Danmörku. 375
Norrænt alt, þótl mótsett mundi,
mat hann eitt -við gígjuhreim,
Dofra festi dís í lundi,
Danavang og Jötunheim. O. s. frv.*)
Eins og Jónas skáld Hallgrímsson sagði um skáldið
Carsten Hauch, að liann væri »undarlega fallega
ljótur«, eins má segja um Grundtvig, að hann væri
undarlega sérvitur spekingur, sem bæði dró menn að
sér og ýtti frá sér; hann var að vísu ávalt sjálfum
sér líkur, en þó fullur mótsetninga; liann var ein-
lyndur og sérlyndur og balt sjaldan bagga sína söinu
línútum og samferðamenu, eins og Bjarni sagði um
Sæmund Hóím. En að lýsa Grundtvig í óbundinni
ræðu, treysti ég mér ekki til — belur en ég lieíi þózt
gera í kvæði mínu í minning lians. Alt of fátt hefir
verið ritað á voru máli um þann mann, sem næstur
Rask lietir mestan sóma unnið forfeðrum vor-
um og fornum bókmentum, úlbreitt þekking á þjóð-
erni voru meðal Dana og vakið allan skólaungdóm
í landinu til viðurkenningar og virðingar fyrir sögu
vorri, tungu og þjóðerni. Nokkrir Islendingar, sem
bala kynst skólum Grundtvig’s, hafa þó liugðsam-
lega getið þessa stórfelda manns, t. d. Jónas frá
Hriílu og Ingimar Eydal. En Jón sagnfræð-
* n g u r þó langbezt og skörulegast í hinni löngu og
ágætlega vel sömdu ritgerð í »Eimreiðinni« 1902.
í3vi miður hefir hún ekki verið sérprentuð og lieíir
hún þvi borist í færri hendur en skyldi, enda get ég
ekki á mér selið, þóll mér sé skamlaður tími og
nim, að lilfæra eina tvo—þrjá smákafla úr ritgerð
sagnfræðingsins:
»Gamli Grundlvig var einn af þeim fáu mönnum,
‘) Kvœði þetta finst á prenti i Iláskólablaði Dana 11)07 (að mig minnir)
i Þýöingu eftir sjálfan mig. Sbr. Ljóðmæli (Úrval), bls. 259. M. ./.