Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 82
378
Matth. Jochumsson:
, l IÐUNN
Afrekum Grundtvig’s og sögu verð ég svo hér að
sleppa, hans norrænu-dýrkun, hans sálarstríði (eins
og ýmissa annara stórmenna, sem i þann tíma voru
að hafa andleg fataskifti, nálega á líkan hátt og
Lúther forðum), hans vöknun til eldheitrar krisl-
innar trúar og nýrrar köllunar til kveðskaparlistar,
lians stríði við kirkju og fríhyggju og allan þjóðar-
dofa, — þelta alt var og er afar stórt og sögulegi,
alt eins sögulegt og viðreisn Grundtvig’s á efri árum,
þegar svo má að orði kveða, að hinn sterki öldungur
stóð sem sigurvegari og stórskörungur bæði sinnar
þjóðar og annara Norðurlanda. Hinn »glaði kristin-
dómur hans« kom að vísu á mikilli trúarhreyfing,
en frumleiki þeirrar kenningar var snemma dreginn
í efa, og mun nú vera á fallanda fæti, en skólar
hans lifa, og eru lians ódauðlega stórvirki. Er sú
stofnun löngu orðin kunn hér á landi, og viðurkend
i flestum mentalöndum, að jafna megi við afreksverk
Lúthers, þess manns, er í mörgu var Grundtvig’s
l'yrirmynd.
Sný ég mér svo að hinni stefnunni, er kend er við
mótsetning Grundtvigs, Georg Brandes. En hvorl heldur
það var lán Dana eða ólán, hófsl sú hreyfing ekki fyr
en hinni fyrri, hinni rómantisku, var mjög farið að
hnigna, og lleslir helztu fylgjendur hennar látnir eða
fjörgamlir — eins og Grundtvig. Aftur var skólahreyl-
ing Grundtvig’s þá komin vel á legg, og fylgjendur
trúarstefnu hans studdust við þá. En Brandesar-
flokkur var þá enn enginn til, eða hinn svo nefndi
realismns . ekki nefndur á nafn á Norðurlöndum. En
út um Evrópu voru ýmsir »-ismar« komnir á loft:
Positivisminn og Naturalisminn á Frakklandi, en
Hegelianisminn á Þýzkalandi o. 11.; Darwinisminn
var og þá að smáfærast úr reifunum, en átti þó enn
erfitt uppdráltar. Voru þá uppi nokluir hinna fraig-
ustu spekinga og vísindamanna Norðurálfunnar.