Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 38
334
Gísli J. Olafsson:
l IÐUNN
í Maímánuði 1877 kom maður, Emery að nafni,
inn á skrifstofu Hubbard’s og keypti 2 talsímaáköld
fyrir 20 dollara, og voru þetta fyrstu peningarnir,
sem borgaðir voru fyrir lalsímaáhald. Þetta var nóg
til að setja í þá kjark, og nú sömdu þeir fyrstu
auglýsinguna um talsímann. Þar héldu þeir því fram,
að talsíminn bæri langt af ritsímanum af þessum
þremur ástæðum:
1. Það þyrfti ekki vanan símritara; maður fengi
bara beint t a 1 símasamband, án aðstoðar þriðja
manns.
2. Viðskiftin gengju milcið íljótara, því að ineð
Morse-ritsímanum væri ekki hægt að senda
meira en 15—20 orð að meðaltali á mínúlu, en
með talsímanum 100—200 orð.
3. Starfrækslu-kostnaður og viðhalds væri enginn.
Það þyrfti ekkert rafmagnsvirki og hér væri ekki
um neina margbrotna vél að ræða. Hann væri
óviðjafnanlegur sakir þess live ódýr og einfaldur
hann væri.
Til þessa tíma var að eins ein talsímalína til í
heiminum og var hún milli verkstæðis þess í Boston,
sem Watson bjó til lalsímaáhöldin i, og heimilis
eiganda verkstæðisins, sem Williams hét. Nokkruin
dögum eftir að auglýsingin hafði verið birt, kom
einn af vinum Mr. Williams, kaupsýslumaður i
Boston, Holmes að nafni, inn í verkstæðið til hans,
og sagði, meira í gamni en alvöru, að hann væri að
hugsa um að fá sér nokkra talsíma og leggja talsíma-
línur milli sín og helztu viðskiftamanna sinna. Huh-
bard, sem þar var sladdur, greip undir eins tæki-
færið og bauðst til að lána lionum 12 talsímaáhöld
ókeypis, og þáði Holmes boðið. Án þess að biðja
leyfis, fór Holmes þessi í 6 banka og fesli upp eitl
talsímaáhald í hverjum. 5 bankarnir hrej'fðu engum
mótmælum, en sá 6. heimtaði, að »þetta leikfang«