Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 56
352
Jón Ólafsson:
IIÐUNN
Murray varð þess snemma var, að lang-beztu
orðagreinarnar, sem hann fékk sendar sér, voru frá
einhverjum Dr. Minor. Og komu þær frá Crowthorne,
litlu sveitaþorpi í Berkshire. Nafnið var ókunnugt;
en greinarnar báru svo langt af öllu öðru, sem lion-
um barst, að Sir James Murray sá brált, að þessi
ókunni bjálparmaður hans var að minsla kosti hans
jafnoki í málfræði, og lagði Murray brátt í vana
sinn að senda Dr. Minor ýmsar greinar sínar og
annara til yíirskoðunar, til að liagnýta sér hinn mikla
lærdóm Dr. Minor’s.
Vísindamenn í Oxford, sem séð höfðu handaverk
Dr. Minor’s hjá Murray, tóku nú að gerast forvitnir
og langaði lil að sjá þenna merkilega lærdómsmann
og kynnast honum. Varð þetta lil þess, að einn góðan
veðurdag fékk Dr. Minor hátíðlegt boðsbréf frá há-
skólanum þess efnis, að liáskólinn í Oxford bauð
lionum til sín, til að dvelja þar viku tíma og vera
lieiðursgestur báskólans.
Svar kom um hæl frá Dr. Minor; kunni liann há-
skólanum inar beztu þakkir fyrir boðið og kvað liann
þetla inn mesta heiður, sem sér hefði lilotnast á ævi
sinni; en, því miður væri sér með engu móti auðið
að koma.
Murray datl í hug, að féleysi kynni að valda þessu,
og skrifaði þá aftur um hæl, að boðið bæri svo að
skilja, að háskólinn bæri öll útgjöld, er af förinni
stöfuðu. En aftur koin svar á sömu lund sem fyr.
Nú óx forvilni Murray’s svo mjög, að annan dag
eftir að liann fékk síðara svarið, sat liann í járnbrautar-
vagni á Ieið til Crowlhorne. Næsla járnbraularstöð
við Crowthorne var Wellington College; þar mætli
lionum ökumaður í einkennisbúningi með skraul-
legan vagn, sem tveim heslum var beitt fyrir. Öku-
maður bauð honum að stíga í vagninn, kvaðst sendur
til að sækja hann; ók liann með lionum góðan tíu