Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 6
164 Guðmundur Magnússon: 1IÐUNN Nú, jæja. — Ég liðsemd þér lána, ef lízt þér að fylgja mér. Komdu. — Þú kannast við Grána. Við kirkjugarðs-hornið hann er«. III. GANDREIÐIN. Úfinn er sjór fyrir utan Fljót. — Ströndina hamramar holskeflur lemja, hamrarnir sílaðir stynja og emja. Norðanhríð æsir það öldurót. Nú mundi gefa óspart á fyrir Almenningsnöf og Dalatá. Rönd af tunglinu’ í rosabaug villiglætu á sjórokið sáir, svella kringum það bólstrar gráir. Alt norðrið er grett, eins og glott á draug. Það krefur vaskleik, vit og þrótt að vera á ferð um slíka nótt. Hvað geisist þar fram yfir freyðandi mar? Menn á gandi langt frá landi, traustlegir, hugrakkir, tvímenna þar. Hálfdán kápu á herðum ber, handbók með spenslum, er glóa, reiðir í hægri hendi sér; um hina taumunum brugðið er; hann skygnist út yfir æðandi sjóa um eyjar og nes og flóa. Hann er ánægður með, hvernig um þá fer.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.