Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 10
168 Guðmundur Magnússon | IÐUNN Glápa þau á tunglið og glotta um leið. Aulaleg augun, ásjónan breið. Skella þau skoltum, svo skjálfa við fjöll. Heyra menn þá heimskulega hlátra og sköll. Mest er þeim dillað, er haíið rís hátt. Fjúki í norðrið, þeim fyrst verður dátt. Taka þau þá ramaukinn Tröllabotna-slag. — Engir skyldu menn vera úti þann dag. V. BERGVÖRÐURINN. Hálfdán og bóndinn af hestinum stíga á hálum, þangvöxnum stalli. Þýtur þungt upp í fjalli, dunar hamar og hjalli. En beljandi útsog um bergið í stórfossuni hníga. Hálfdán leggur þá lausan tauminn í lykkju á kletlinn, slær krossmarki yfir. Það heldur sem hespa úr sláli. Sá grái er spakur og stendur sem steinn. Ámátlegt gól upp í hamrinum heyrist, sem hundur bopsi: »Æ-ha-hó!« Rödd úr berginu: »Hvað sérðu, Hreggskeggur?« Drangurinn: »Æ-æ-ó! Einhverja slána á Nástrandar-Grána. Annar stakk niður einhverju heitu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.