Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 16
174 Guðmundur Magnússon: IIÐUNN Þá er eins og loga-letrið lifni og fálmi með öngum og klóm. Hann syngur »Credo« og »Kyrie« öfugt, svo kveður við dimt í helli. Og blessunarorðin hans eru önnur en þau heima á Felli. í bókinni brestur og snarkar, og bóndann í augun svíður, því bláhvítur, eitraður brennisteinseimur um bergið sem þoka líður. Hann gelur svo rama galdra, að grjótið sem drífa úr fjallinu hrynur. Bergtröllin engjast og emja og allur hainarinn stynur. Bóndinn sér allskonar undur, allskonar feikna-leiki, eins og ógnanir Niflheims allar þar séu á kreiki. Alt það, sem myrkfælni manna mest og verst hefir skapað. alla þá lýði, sem lengra frá himni en lífið á jörð hafa lrrapað. Allar ódygðir heimsins þar íklæðast trölla-hömum, vaða úr bleksorla bergsins, brjótast úr grjótviðjum römum. Skoltar með hákarla-sköllum skella og japla og saga J

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.