Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 21
ÍÖUNN] Ekkjumaður. Eftir Gunnar Gunnarsson. Að liorfa fram á þelta einmanalega líf, sem hann sá ekki fyrir endann á. Þessir dagar og nætur í sam- feldri röð, endalausri. Það var óbærileg tilhugsun. Stjörnurnar gengu sína braut, sólin gekk sína braut, skýflókarnir eltu hverir aðra, svo sem áður, svo sem ævinlega. Með- vitundin um mikilleik og veldi lífsins hafði ekki framar sömu öflugu, hugðnæmu áhrifin á hann og áður — lét ekki eftir í sálu hans ljúfa vitneskju, sem raunar var engin vitneskja, lieldur hugboð, er nálgaðist vissu, um eitlhvað háleitt og dýrðlegt og undursamlegt — leyndardóm, sem hann alls ekki kirti um að skilja, af þvi að hann varð ekki skilinn — kaus að eins að eiga hann, svo sem fólginn fjársjóð, kaus að eins að verða hans var sem lyftingar í sál- unni — lyftingar, er fengi borið hann gegnum lífið °g inn um hlið dauðans. En þessi meðvitund um óendanleikann, er hefði átt að lyfta undir hann, svo sem öflugir vængir, hún lyfti lionum ekki framar — kún drap honum niður. Drap honum niður, dýpra °g dýpra. Svo djúpt, að nú mundi skamt til botns. Ef það var þá nokkur botn? . . . Þessi heimur lífs °g þjáninga, þar sem honum hafði verið unaður að Því að finna, að hann var smákorn, örlítill hlekkur 1 heildinni — þessi undarlegi, eilíflega óbreytilegi úeimur breytileikans, þar sem liver regndropi, hvert snækorn, hvert blað gróandans hafði fengið honum nnaðsríkrar gleði, þar sem hver skuggi, hver sól- 12*

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.