Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 22
180 Gunnar Gunnarsson: 1IÐUNN geisli höfðu kepst um að færa honum fögnuð — þessi heimur lagðist nú á hann sem þungt farg. Fergði liann undir sig með alveldis-lífsmagni sínu, er yfirskygði alt, og óskeikulli rás sinni að sköpuðu marki. Nú fékk það honum eigi lengur neins fagn- aðar að vera smáögn, að eins leiftrandi smáögn, skjótlega tendruð, skjótlega slökt — í neistamergð lífsins. Og sízt var það furða. Því að hann var þegar kulnaður. Kulnaður — án þess þó að vera kulnaður út — — —. Af hverju ertu að gráta, pabbi? Ég er ekki að gráta, drengur minn. Nei, það var óbærilegt. Með hverjum deginum sem leið, hverri stundinni varð tómlegra kringum hann. Og tómlegra í sálu hans. Síðustu vikurnar var hann gersamlega hættur að hafa nokkra glögga meðvitund um sjálfan sig. — Var hann til? — Var hann yfirleitt til í raun og veru? . . . Eða var það alt draumur? — Var hann lifandi? — Nei, svo mikið var þó víst, hann var ekki lifandi . . . En hann þjáðist. Éjáðist, og fann þó ekki að það var sjálfur hann, er þjáðist. — Myndi nokkur maður geta orðið meiri einstæðingur? . . . Af bverju ertu að gráta, pabbi? Ég er eklci að gráta, drengur minn. — — — í*egar hún dó, hafði liún tekið of mikið með sér yfir á ókunna landið. Of mikið af því, sem var hans eign. Eða þeirra. Því að, frá því er hann kyntist henni, hafði hann átt alt með henni — alt. Eftir að hún dó, var ekkert það til, er hann í raun réttri gæti talið silt. Þeirra í millum hafði aldrei verið um »mitt« eða »þitt« að ræða. Alt höfðu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.