Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 23
IÐUNN]
Ekkjumaður.
181
þau átt saman, alt var sameign. Fyrir því var það
svo öndvert að lifa lengur — svo sem nú var komið.
Að lifa áfram án hennar, var nálega sama og lifa
áfram sálarlaus. Hann hafði vanist því, að hún tæki
fullan þátt í lífi lians, öllu er fyrir hann kom; það
var svo eðlilegt og sjálfgefið. í*að var líkt og dulið
samband þeirra í millum. þau þurftu aldrei að skýra
neitt hvort fyrir öðru — þau skildu hvort annað alt
of vel til þess. þeim nægði eitt einasta smáorð til
að birta hvort öðru huga sinn, þar sem aðrir þurftu
til langar samræður. Loks lá við, að orðin væru
orðin óþörf þeirra í millum — með augnaráðinu
einu og smá svipbreytingum fengu þau skynjað,
úvað í hins huga bjó. Þau voru orðin eitt, svo ná-
kvæmlega sem tveim mannlegum verum er unt að
verða það. Og nú var hún horíin. Horfin fyrir fult
og alt með allri sameigninni þeirra. Já, liorfin
var hún. Og hafði numið sálu hans burtu með sér
— riíið líf hans upp með rótuin. Og, samt sem áður,
skilið hann eftir.......
Af hverju ertu að grála, pabbi?
Fg er ekki að gráta, drengur minn.........
Brosið hennar .... Hvað það var einkennilegt,
að honum skyldi koma all í einu í hug brosið
kennar, án þess að hafa augum litið andlit hennar
*i'á deginum þeim — vesalings föla andlitið. Að
liann skyldi minnast þess — og geta náð á þvi föst-
oin tökum. — — Hvað brosið hennar hafði verið
iöfrandi. Við það varð engu líkt. Alt er hann vissi
°g þekti bliknaði fyrir því brosi. t*að bros hafði
verið fögur, óviðjafnanleg ímynd hennar sjálfrar, svo
sem hún var — í brosinu sinu birtist hún sjálf, heil
°g óskift. Það var óskiljanlegt, að mannleg vera
skyldi geta brosað þannig. Svo auðugt var brosið