Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 25
■ÖUNN] Ekkjumaöur. 183 aleinn og einraana — óskiljanlega einmana, án þess að sæist bót á — hann, sein hafði verið hamingju- samastur allra hamingjusamra manna — átti hann að dirfast þess að blessa lífið. Gat hann varpað frá Ser allri umhugsun um sakir? Var hann nógu auð- ugur til þess, að hann þyrfti ekki að hafa neinn fyrir sök í böli sínu? Einhversstaðar hlaut, að lík- mdum, sök að vera? — Var hYin hjá lífinu? .... Eða var sökin engin? — engin sök? — hvergi nein sök hins illa og óskiljanlega, er að höndum bar? Dauðinn? — einhver hlaut þó að eiga sök á dauð- anum? — Eað er að segja, ef dauðinn var illur — ■var af hinu illa. Því að, ella var sökin engin. — Prá mannlegu sjónarmiði eingöngu varð þó, að líkindum, að álíta dauðan illan — óhamingju .... Og þá var aftur um sök að ræða. En hvar var hún? .... Af hverju ertu að gráta, pabbi? Eg er ekki að gráta, drengur minn. * ★ ¥ Nei, auðvitað var ekki um neina sök að ræða . . . . Þetta fór svona, hitt fór á annan veg. f*að fór svona. Og þar með búið. Það var aðeins óskyn- samra manna háttur, að grípa lil þess, að krefjast skýringa — æpa upp um sakir. Það var bara svo erfitt að bera byrðina .... Og maður varð svo innviðarýr og skorti mótstöðuafl, þegar sorgin nag- aði hugann, — þegar örvæntingin saug sig líkt og igla á hjartað — til þess að tæma það. — Hvernig gat liann farið að sakast um við lífið — hann, sem verið hafði hinn hamingjusamasti allra hamingjunn- ar barna? Bar honum ekki að vera þakklátur við lífið fyrir það, að hún hafði fetað veginn áfram við hlið hans, verið hans — þessar dýrmætu stundir, er henni auðnaðist að lifa á jörðunni. — Hún var nógu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.