Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 26
184 Gunnar Gunnarsson: [IÐUNN auðug og nógu góð til þess, að örvænta aldrei. Satt var það — grátið hafði liún, grátið oft — af því að — svo sem hún komst að orði — gráturinn heldur manni góðum og vakandi. En hún var sæ), jafnvel er hún grét. Það hafði hún svo oft sagt. Og það sem mest var um vert: hann hafði fundið það. Fundið til sælu hennar — og lifað á sælu hennar. Ekki svo sem fátæklingurinn af molum auðmanns- ins: hún hafði haft á valdi sínu, að veita, einnig inn í sálu hans, svalandi, sírennandi sælustraumum. Sæla hennar, bros hennar var orðið að innihaldi lífs hans — alls lífs hans. Og af þeim sökum var svo komið, að honum fanst nú, er hún var horfin, hann vera slíkur hjálparvana einstæðingur. En ætli henni hefði fallið það í geð, að hann gæíist upp á þenna hátt .... ofurseldi sig — vesalmenskunni? Því að, var það ekki þetta, sem hann var að gera? Var það ekki vesalmannlegt, að láta sjúga úr sér alla dáð mótstöðulaust — sjúga sig tóman og þuran og dauðan? .... meðan maður var þó á lííi. Æ — á lífi . . . . Af hverju ertu að gráta, pabbi? Eg er ekki að gráta, drengur mínn. ★ * * Það var skylda hans að lifa — lifa og vera glaður. Hún mundi hafa vænst þess af honum. En það var svo torvelt. . . . Þegar kjarni lifsins var burtu numinn, gat lífið þó ekki orðið annað en grímuklæddur dauði. Að halda áfrain að lifa, þegar rætur lífsins eru svo að segja bútaðar sundur — það er kvikur dauð- inn. — Og allar gáturnar, sem lífið fékk honurn að leysa, nú fremur en nokkru sinni áður, — á þeim mundi hann aldrei fá áttað sig. Hann var orðinn svo vanur því, að sjá alla hluti uppljómaða i brosi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.