Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 27
IÐUNN| Ekkjumaður. 185 hennar — og þá varð, jafnvel hið torskildasta, skýrt °g auðráðið. — Nú var það komið þar aftur — •jómaði í endurminningu hans: brosið hennar. Mátti liann treysta því, að það lifði í sálu hans? — °g héldi áfram að lifa? Já, þannig var það, hún hrosti: Það bar Ijóma af andlitinu, og augun leiftr- uðu þessum blendingi sorgar og sælu, sem heitir kserleikur. Eftir þessu lifði brosið hennar, lifði og var i návist hans, — þó sjálf væri hún horfin. En það var þá möguleiki fyrir hendi — mögulegt að hfa áfram. . . . Af hverju ertu að gráta, pabbi? lig er ekki að gráta, drengur minn. .* * * Jú, ég heyri þú ert að gráta. — Má ég koma yfir- til þín? — Ég er svo hræddur við að vera einn. Kom þú þá, drengurinn minn. — — Ligðu liérna ' handarkrika mínum. — Fer nú vel um þig? Já, nú fer vel um mig. — Svona lá hún mamma ævinlega. Var það ekki, pabbi? Jú, drengurinn minn. Kemur mamma aldrei framar heim? Nei, drengurinn minn. Ekki heldur núna um jólin? Nei, drengurinn minn? Af hverju kemur mamma aldrei heim framar? — ^etur hún það ekki? — Vill guð ekki leyfa henni það? Nei, mamma getur ekki komið. — Nú er þér bezt að sofna, drengur minn. Kr það af því sem þú ert að gráta, pabbi? Eg er ekki að gráta, drengur minn. Fg heyrði þú varst að gráta. Jú, það er af því, litli drengurinn minn. En nú skulum við fara að sofa.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.