Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 28
186 Gunnar Gunnarsson: [IÐUNN Heldurðu að mamma sé líka að gráta, pabbi? Nei, drengurinn minn. Mömmu líður vel og hún er glöð. Gráta menn aldrei, þegar menn eru komnir í himnariki? Nei, drengurinn minn, þá gráta menn aldrei framar. Getum við ekki komist í himnaríki til mömmu? Hvað þá, pabbi? Ekki enn, drengur minn. Af hverju ekki? Af hverju þurfum við að bíða? Við verðum að bíða þangað til við deyjum, dreng- urinn minn. Hvað er það að deyja, pabbi? Það er að vera eins og hún mamma þín er núna. En þú ert enn of lítill til að skilja það, drengurinn minn. Skilja menn alt, þegar menn eru orðnir stórir? Nú skulum við fara að sofa, drengur minn. Ég ætla að flýta mér að verða stór eins og þú og skilja alt, pabbi. Ég skil ekki alt, drengur minn. Hvers vegna ekki? — Skilur mamma alt? Já, mamma skilur alt. Skilja menn alt, þegar menn eru dánir? Já, þá skilja menn líklega alt. Ertu ekki alveg viss um það? Jú, þá skilja menn alt. Þá ætla ég að flýta mér að verða stór og deyja og komast til mömmu og skilja alt. Þú bíður eftir mér, pabbi. Ætlar þú ekki að gera það? Jú, drengurinn minn. En nú skulum við fara að sofa. Hvernig á ég að fara að því, að verða fljótt stór, pabbi? Getur þú ekki hjálpað mér? Þú átt að borða og sofa, drengur minn. Þá ætla ég að flýta mér að sofa. Góða nótt, pabbi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.