Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 30
188 Þröstur: | IÐUNN Afls síns kendi þessi þjóð — þekti frónska blæinn — þegar vestræn vöku-ljóð vorið flutti í bæinn! Söngsins hreina hetjumál hitaði drengjum öllum, það var íslenzkt stuðlastál steypt í Klettafjöllum. II. Móðirin hlýddi hrifin á hróður vestanþorsins, fann, að hún átti alla þá ástarsöngva vorsins. Þótt flúið hefði hann fjörðinn sinn, fáu ’hann heima gleymdi. Móðirin sá, að sonurinn sögurnar fornu geymdi. Og þó henni fyndist langt til lands, leit þó hjartað fegið, að ekki’ höfðu gömlu gullin hans í glatkistunni legið. Gafst henni líka sjálfri að sjá, sem er og ljúft að geyma, að þegar að reyndi eitlhvað á: — allur var ’hann heima! Því um öll hans Ijúflings ljóð lýsti, sem eldur brynni, að fús hann legði líf og blóð til lausnar móður sinni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.