Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 56
214 Ágúsl H. Bjarnason: [ IÐUNN milli Salúrnusar og Júpíters, 2 ár milli Júpíters og Marz, 84 daga milli Marz og Jarðar, 40 daga milli Jarðar og Venus og 28 daga milli Venusar og Merkúrs- brautarinnar. Eins og sjá má á þessum tímaákvörðunum, mundu slík lífsfrjó ásamt duftkornuin þeim, sem þau hefðu fest sig við, geta stefnt lil sólar með 10—20 sinnum minni hraða, án þess vér þyrftum að óttast það, að þau mistu frjómagn sitt á leiðinni. Með öðrum orð- um, þegar lífsfrjó lenda á duftkornum, sem fyrir geislaþrýstinginn frá sólu missa þetta 90—95°/o af þyngd sinni, geta þau tiltölulega fljótt borist inn í gufuhvolf hinna innri sljarna og fallið þar niður með meðalhraða, nokkrum kílómetrum á sekúndu. Það er auðvelt að reikna það út, að þó að slík efnisögn, er hún félli inn í gufuhvolflð, væri slöðvuð á hreyfing sinni þegar eftir fyrstu sekúnduna, þá myndi hún sakir hinnar sterku útgufunar ekki hitna mikið meir en hér um bil 100° fram yfir umhveríið. En slíkan hita geta sóttkveikjufró þolað miklu leng- ur en 1 sekúndu, án þess það verði þeim að fjörlesti. El'tir að duftkornin ásamt lífsfrjóum sínum hefðu verið stöðvuð þannig á rásinni, mundu þau hníga hægt niður eða berast með loftstraumum niður til hinnar nýju jarðar. En með þessu móti mundi lífið fljótlega geta bor- ist frá einni plánetu lil annarar í sama sólkerfi, eftir að það er búið að festa rætur einhversstaðar innan sólkerlisins, og þá náð að þroskast þar, sem lífs- skilyrðin væru bezt. Þau lífsfrjó, sem ekki næðu sér í slíkar duftagnir að berast með lil sólar, gætu nú samt sem áður borist til annara sólkerfa, þangað til þau væru stöðvuð af geislaþrýstingi sólarinnar þar. I3á myndu þau ekki komast lengra en til þess staðar, þar sem geisla- þrýstingurinn, sem kæmi i fangið á þeim, vægi upp

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.