Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 58
216 Ágúst H. Bjarnason: [ IÐUNN Loks er enn ein afleiðingin af þessari breyttu kenningu um alstaðar-nálægð lífsfrjóanna í himingeimnum sú, að lífsverurnar í alheimsgeimnum muni vera sama eðlis og orðnar til úr frumum, er verða til úr kol- efnis-, valnsefnis-, súrefnis- og köfnunarefnissam- höndum. Hugarburðurinn um, að lil séu heimar, þar sem lífsverur séu orðnar til úr öðrum efnum eins og t. d. silicium eða titan i stað kolefnis, verður fyrir hragðið enn ólíklegri. Líflð á öðrum hnötlum er að líkindum líks eðlis og liér á jörðu. Ennfremur getum vér ályktað, að lífið hljóti al- staðar að þróast frá hinum lægstu lífsverum til hinna æðslu, eins og hver einstaklingur, hversu hált sem hann kemst í þróuninni, verður að byrja á ein- frumuðu egginu og fara síðan um öll þróunarstig sín. — —« Svo mörg eru nú þessi orð. En þenna langa kafla hefi ég nú þýtt til þess, að menn bæði geti kynt sér skoðun Arrheniusar í orðum og búningi hans sjálfs, svo og til þess að menn sjái, hversu mikilli skarp- skygni og djúphygli hann hefir orðið að beita — og hún er á köflum aðdáanleg — bæði til þess að gera sem mest úr viðhaldshæfileika þessara lillu lífsfrjóa og eins til þess að gera sem minsl úr öllum þeim óliemjuvoða, er fyrir þeiin liggur á fluginu [im him- ingeiminn eða er þau loks lenda á einhverri jarð- stjörnunni. Og þó á ekki nema eill billiónasta eða eitt trilliónasta að frelsast úr öllum þessum háska. Og Arrhenius lýkur máli sinu með því, að öll séu þes'si lífsfrjó þó í fyrstu orðin til á sama liátt, úr kolefnis-, vatnsefnis-, súrefnis- og köfnunarefnis- samböndum. En með því játar liann alveg ósjálfráti, að lífsgátan sé ekki ráðin með þessu »himinflugi« lífsfrjóanna — þótt aldrei sé það nema mögulegt — og að einhverntíma og einhvernsstaðar hljóti lííið því í fyrstu að vera til orðið. En hví gelur það þá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.