Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 61
IDUNN] Lífiö er dásamlegt. 219 leikið þelta eftir bakteríunum. Merkust þessara smá- ^ýi’a eru bjóldj'rin (rotatoriaj, af því að þau standa diltölulega ofarlega og allur skapnaður þeirra er lurðu fjölbreyltur. Þau þorna upp með pollunum, sem þau lifa í, skorpna saman og sjmast steindauð. f’annig liggja þau mánuðum saman eða lengur. En Þegar rigning kemur og sólskin, Iifna þau við á ný, eins og þau hefðu að eins fengið sér væran blund til hressingar. Silakeppirnir (tardigradaj eru að vísu smávaxnir, en engu ófullkomnari að gerð en hjól- dS' rin. Þeir þola einnig að þorna upp og verða að skrælþurru hismi. Þeir geta legið þannig árum saman olgerlega liílausir að sjá. En jafnskjótt og væta kemur, faerist líf í þá og þeir lifna við á ný. Fleiri dýrategundir mætli nefna, sem haga sér likt þessu,. en þessi dærni nægja. Öll vitum við, að mikill kuldi er óhollur öllu, sem lífsanda dregur, bæði jurtum og dýrum. Flestir menn hafa séð, hvernig flugur detla út af, Þegar kólnar, og liggja að því er virðist líílausar í gluggakistunni. En jafnskjótt og sólin skín, færist fjör í þær og þær fljúga suðandi um loftið. Líkt er um ýms æðri dýr, t. d. skriðdýr og slöngur. En komi mikið frost, þá tekur út yfir og fjöldinn ullur af dýrum og jurtum verður heltekinn af kuld- anum og sofnar þá svefni eilífðarinnar. En svo er þó ekki ætíð, sem belur fer. Til eru 5'msar lifandi verur bæði frumverur, plönt- ur og dýr, sem þola helkulda frostsins alveg furðan- *ega vel og lengi, en þó því að eins, að þiðnunin komi hægfara, smátt og smátt á eftir. Það er alkunnugt, að í norðlægum löndum gadd- frýs mikill hluti alls grassvarðarins og sefur i heljar- böndum allan vetur. En þegar vorar og þiðnar, losnar lífið úr læðingi, lauíin fara að sprctta og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.