Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Síða 65
IÐUNN]
Lííið er dásamlegt.
223
Þar voru engin tvimæli á, að lífshreyfingar þeirra
geta, að því er oss virðist, algerlega stöðvast og engin
lífsmörk verið fratnar að finna; en þrátt fyrir það
getur lífið komið aftur, svo að plöntur og dýr virðast
rísa upp frá dauðuni.
En þekkjum vér nokkuð svipað um æðri dýrin,
spendýrin og þá líka æðslu skepnu jarðarinnar,
manninn sjálfan?
Hér á landi eru engin dýr, sem liggja í vetrar-
dvala, sem kallað er, en víða erlendis eru dæmi
þess eins og t. d. björninn, greifinginn, sum nagdýr,
broddgeltir o. fl.1 2) Áður en fer að harðna á haustin
og bjargir að bannast, hafa þessi dýr venjulega
safnað góðnm holdum og eru orðin feit. Þegar svo
er komið, er sem þau finni á sér, að erfiðum tímum
sé að mæta, og búa þau sér þá híð ýmist inni i
hellutn eða í skógarfvlgsnum og holum og hlú.a vel
að sér, svo að frost nái ekki inti til þeirra. Síðan
leggjast þan til svefns og hætta.að nærast, og nú
Uggja þau næringarlaus í föstum svefni mánuðum
sauian. Andardrátturinn verður smám saman svo
hægfara, að varla verður greint, að hrjóstið bærist.3)
Hjartað slær svo örhægt, að það finst varla eða ekki,
svo að blóðrásin gengur mjög silalega og blóðhitinn
lækkar um mörg slig niður fyrir venjulegan likams-
hita. En þegar vorar og hlýnar í lofti, fara þau á
kreik, en eru í fyrstu mjög máttfarin og mögur.
Þekkjum við nú noklcur dæmi þess, að menn geti
lagst í svipaðan dvala og þessi dvaladýr?
Það fara margar sögur af hinunt svonefndu fakír-
u>n á Indlandi, setn sagt er að geli eftir vild lagst í
Uá, látið múra sig inn í loftlillar hvelfingar og geti
legið i dvala eða dái næringarlausir i langan tíma.
Ú Sjá: lion s: Lœrcbog í Zoologien Kbli. 1914.
2) Múrmeldýriö mular t. d. aö eins meö tvcggja klukkutima millibil-