Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 66
224 Sleingrímur Matthíasson: [ IÐUNN Þessar sögur eru márgar eilthvað ýktar, en ýmsir vísindamenn hafa þó ekki viljað neita því, að þelta geti átt sér stað, því að það er áreiðanleg vissa fyrir þvi, að móðursýkissjúklingar geta stundum fallið í svo djúpan dvala, að lííið virðist liggja niðri um stund. Svipað kemur fyrir um taugaveikis- og kól- erusjúklinga, sem eru langt leiddir. Tilfmningin er þá farin, andardrátturinn hættur, hjartað finst þá ekki slá og blóðhitinn lækkar töluvert niður fyrir venjulegan hita. En þetta dvalaásland eða stjarfi helst þó ekki marga daga í einu. Eigi að síður er það mesta furða, að lífið skuli gela haldist meira en stutta stund i þessari mynd. í hinu ágæla riti prófessors Weiss, »Om Liuet og dets Louea, er sagt frá enskum ofursta, Townsend að nafni, sem var gæddur þeirri gáfu, að geta lagst í dá eftir vild. Hann gerði þetta hvað eftir annað í viðurvist þriggja lækna, sem voru vel þektir vísinda- menn, og gálu þeir ekki annað séð en að ofurstinn lægi þar sem liðið lík; andardrálturinn var liællur og hjarlað stóð kyrt.1) Með skírskotun lil þessarar áreiðanlegu frásagnar finst próf. Weiss, að ekki sé rétt að fortaka, að margar fakírasögurnar séu sannar, en þá verður manni að lialda, að ýmsar sagnir um menn, sem eiga að hafa dáið og risið siðan upp frá dauðuin — eftir því sem fólki hefir virzt — séu líka sannar. En víst er urn það, að alt er ákveðnu lögmáli bundið, og þó okkur virðisl sumt yfirnáltúrlegt, þá er það svo einungis af því, að oss brestur skilning á hlut- unum. Vér læknar sjáum ekki svo sjaldan rnenn í slíku dauðadái, að örðugt er að skera úr því í fljótu 1) Pví miður cr þess ekki gelið, hve Townsend gat lengi verið i þessu ástandi. Ilef ég þvi gert bréilega fyrirspurn til próf. Weiss viðvikjandl þessu, en ekki fengið svnr enn þá.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.