Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 69
IÐUNNJ
Lífið er dásamlegt.
227
gætti þess, að innýflataugarnar og taugalinoðin, sem
að mestu leyti og af eigin rammleik stjórna innýfl-
unum, væru óskert.
Líkamanum má líkja við þjóðfélag, þar sem á-
kveðin frumukerfi liafa visst sjálfstæði innan heildar-
innar. Sumar frumur hafa smám saman fengið meiri
völd en aðrar. Líf æðri dýranna má 'því segja að
sé í rauninni marg-þáttað eða að minsta kosti megi
þar greina þrjú lífsslig eða lífkerfi mismunandi full-
komin.
Fyrst er frumulífið. Frumurnar hvarvetna í lík-
amanum geta að vissu leyti lifað fábrejdtu, en sjálf-
stæðu lífi án tilhlutunar taugakerfisins.
Því næst er innýflalífið, sem stjórnast af tauga-
hnoðum, flækjulauginni (n. sympaticusj og flakk-
tauginni (n. vagusj. En æðst og fullkomnast er
sálarlífið, sem bundið er við heilann og liefir á
hendi yfirstjórn líkamans, meðvitund, skyn, tilfinn-
ing og vilja.
í*essi þrennskonar lífsstig eða lífkerfi finnum við
i dýraríkinu og sjáuin þar sjálfstæði þeirra hvers um
sig greinilegar en hjá okkur sjálfum.
Fjöldinn allur af lægstu verum (þar með má telja
plöntur líka) hafa ekkert taugakerti. Sumar eru að
eins ein fruma, en önnur eru frumuhópar, samvaxnar
°g samstarfandi frumur, en án taugakeríis. Þó lifa
þær sjálfstæðu lífi, hreyfast, nærast, anda og æxlast
líkl og dýr, sem liafa taugakeríi, er standa þeim í
destu framar. En sligi ofar standa ormarnir og lin-
(3Ý i'in o. fl. Þau hafa taugakeríi, en það er að eins
taugahnoðakerfi, þ. e. taugahnoð á víð og dreif um
líkamann, og út frá þeim taugagreinar til hinna
uiismunandi líflæra. Með öðrum orðum: svipað tauga-
kerfi og innýflataugakerfi æðri dýranna og okkar
mannanna.
Loks finnum við í liryggdýrunum samskonar þrí-
15'